Fatahönnuðurinn Vivienne Westwood hefur ávallt farið sínar eigin leiðir.
Vivienne Westwood hóf feril sinn á áttunda áratugnum og tók þátt í því að móta pönktísku þess tíma. Í dag ber hönnun hennar enn keim af pönkinu því hún er óhrædd við að prófa eitthvað nýtt og vísa í það gamla.
Vivienne Isabel Swire fæddist árið 1941 í enskum smábæ í Derbyshire-héraði. Þar var iðnbyltingin allsráðandi og lítið benti til þess að hún myndi seinna leggja listgrein fyrir sig. Faðir hennar var skósmiður og mamma hennar vann í bómullarverksmiðju samhliða heimilisstörfunum. „Ég vissi ekkert um listasöfn og hafði aldrei séð listaverkabók. Ég hafði ekki einu sinni farið í leikhús,” segir hún.
Þegar Vivienne var sautján ára flutti fjölskyldan til Harrow, úthverfi London, og hún hóf kennaranám. Henni þótti alltaf gaman að föndra skartgripi og sauma föt á sjálfa sig. Skömmu seinna kynntist hún fyrsta eiginmanni sínum, Derek Westwood, sem starfaði í Hoover-verksmiðjunni. Þau giftu sig árið 1962, Vivienne saumaði sjálf brúðarkjólinn, og eignuðust son sinn Benjamin ári seinna.
Árið 1971 opnaði Malcolm verslunina Let it Rock á Kings Road og seldi fatnað sem þau hönnuðu í sameiningu en vörumerkið var engu að síður undir hennar nafni, Vivienne Westwood. Innblástur fengu þau úr öllum áttum; vændiskonum, mótorhjólagengjum og blætisklæðnaði.
Nokkrum árum eftir brúðkaupið umturnaðist líf hennar þegar hún kynntist listanemanum Malcolm McLaren og varð yfir sig ástfangin. Þau fluttu saman í félagsíbúð í Clapham, London og hún hélt áfram að starfa sem kennari ásamt því að búa til skartgripi sem hún seldi á Portobello-markaðinum um helgar. „Malcolm opnaði ýmsar dyr fyrir mér og virtist vita nákvæmlega hvað ég þurfti þannig að ég hengdi mig á hann,” segir hún. Þau eignuðust soninn Joseph árið 1967.
Árið 1971 opnaði Malcolm verslunina Let it Rock á Kings Road og seldi fatnað sem þau hönnuðu í sameiningu en vörumerkið var engu að síður undir hennar nafni, Vivienne Westwood. Innblástur fengu þau úr öllum áttum; vændiskonum, mótorhjólagengjum og blætisklæðnaði.
Nafn verslunar breyttist reglulega á næstu árum en lengst af var hún þekkt einfaldlega sem SEX. Á þessum Malcolm var einnig umboðsmaður pönksveitarinnar Sex Pistols og þeir klæddust iðulega Vivienne Westwood-hönnun á sviði. Fljótlega byrjuðu fylgjendur hljómsveitarinnar sem og aðrir að flykkjast í verslunina og Vivienne og Malcolm mótuðu tísku pönktímabilsins.
Vivienne var þó hvergi af baki dottin þegar pönkið leið undir lok, enda vildi hún frekar leiða tískuna en fylgja henni. Þekkt stílbrigði hennar eru til dæmis ókláraðir og tættir faldar, dragtir og jakkaföt, sögulegar skírskotanir og notkun á skosku ullarefni, eða tartan, tjulli, blúndu og leðri.
Fyrst og fremst er Vivienne óttalaus og blátt áfram þegar kemur að hönnun. Í gegnum tíðina hefur hún reglulega valdið usla og hefur látið ýmis málefni sig varða, svo sem mannréttindi, hlýnun jarðar og vatnsskort. Áhrif hennar á breska tískuheiminn og menningarlíf eru hins vegar óneitanleg og hún hefur tvisvar verið valinn hönnuður ársins í Bretlandi og hlaut orðu breska heimsveldisins árið 1992.
Þrátt fyrir þessa velgengni hefur Vivienne búið í sömu litlu íbúðinni í Suður- London í rúm þrjátíu ár og hjólar enn þá í stúdíóið sitt. Árið 1993, tíu árum eftir að hún og Malcolm slitu samvistum, giftist hún í annað sinn og þá aðstoðarmanni sínum, Andreas Kronthaler, sem er tuttugu og fimm árum yngri en hún. Þau eru eru enn hamingjusamlega gift í dag og vinna saman að hönnun merkisins.
Texti / Hildur Friðriksdóttir