Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Tíu góðar næringarreglur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Geir Gunnar Markússon næringafræðingur Heilsustofnun NLFÍ hefur ákveðnar skoðanir á næringarfræði og heilbrigði almennt.

 

Hann segir að heilsan samanstandi af fjórum þáttum: Næringu, hreyfingu, svefni og sálinni sem allt þurfi að vera í jafnvægi til að árangur náist. Það sé því miður ekki til nein töfralausn. Ef allir megrunarkúrar og fæðubótarefni virkuðu þá ættum við flest að vera fit og flott. Hér eru tíu næringarreglur frá Geir.

  1. Borðum alvörumat og drekkum vatn. Ekki drekka hitaeiningar í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa. Mikið af hitaeiningum og sykri/ávaxtasykri sem hægt er að innbyrða þannig á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæðu en ekki bara drekka fæðuna. Alvörumatur er matur úr náttúrunni en ekki verksmiðjunni. Þeir sem þurfa að bæta á sig þyngd eða eru í mikilli hreyfingu mega drekka næringu.
  2. Njótum matarins og borðum hægt. Meltingin verður mun betri og við nýtum betur matinn ef við borðum hægt og njótum matarins. Það tekur heilann um 15 mínútur að fá skilaboð frá maganum að hann sé fullur, því er mikilvægt að gleypa ekki of mikið í sig á nokkrum mínútum.
  3. Borðum reglulega yfir daginn. Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku og minnkar ofát.
  4. Borðum í meðvitund. Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög hitaeiningaríkan mat.
  5. Borðum næringarríkan morgunverð – alla daga. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.
  6. Tökum lýsi eða D-vítamín – sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Við búum það norðarlega á jarðarkringlunni að við fáum lítið af sól að minnsta kosti níu mánuði á ári. En sólargeislar geta gefið okkur D-vítamín. D-vítamín er líka mjög óalgengt í almennum matvörum, það er helst ef maður er mjög duglegur að borða mikið að feitum fiski að maður fái nóg D-vítamín.
  7. Minnkum viðbættan sykur í mataræðinu eins og við getum. Auðveldasta ráðið til að minnka viðbættan sykur í mataræði sínu er að draga sem mest úr gosneyslu. Bragðbættar mjólkurvörur innihalda líka oft mikið af sykri. Kex, kökur og sætindi eru að stórum hluta sykur.
  8. Ekki kaupa í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi. Freistingar í óhollan mat verða meiri ef maður fer í búðina illa fyrir kallaður/kölluð.
  9. Nærum sálina – munum að brosa. Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni, hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við borðum óhollt.
  10. Fjárfestu í þér og heilsu þinni en ekki megrunariðnaðinum. Kauptu frekar dýra og endingargóða gönguskó en nýjasta „undra“ megrunarduftið eða pillurnar.

Höfundur / Geir Gunnar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -