Mánudagur 20. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Töfraheimar Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á ferðalögum innanlands er nauðsynlegt að leyfa börnunum að komast út úr bílnum reglulega og á landinu eru margir staðir sem allri fjölskyldunni finnst skemmtilegt að skoða og upplifa. Hér eru hugmyndir að nokkrum.

 

Yndisleg strönd

Skarðsvík er fallegur og skemmtilegur staður á Snæfellsnesi. Þar er gullin skeljaströnd umlukin klettum úr fallegu hrauninu. Þarna er gaman að stoppa og börnin njóta þess sérstaklega vel að leika sér í sandinum. Vegamótin að Skarðsvík eru tæplega fimm kílómetrum sunnan við Hellissand.

Yndisleg strönd

Náttúruundur

Grettistak hvílir á litlu og hallandi fleti á blábrún hjallans fyrir ofan bæinn Ekkjufell á Fljótsdalshéraði. Mörgum finnst óskiljanlegt hvernig það hefur tollað þarna á brúninni í þúsundir ára. Rétt fyrir utan bæinn Kross er auðvelt að hefja göngu að Grettistaki og halda út klettabeltið. Frá veginum er u.þ.b. tveggja kílómetra ganga að Grettistaki.

Stórkostlegt útsýni

- Auglýsing -

Hallgrímskirkjuturn er eitt af aðalkennileitum höfuðborgarsvæðisins þar sem hann gnæfir tignarlegur yfir borginni. Auðvelt er að taka sér far með lyftunni sem tekur mann á augabragði á þennan flotta útsýnisstað. Mörgum börnum finnst skemmtileg upplifun að komast svona hátt upp og ferð í Hallgrímskirkjuturn er ódýr og þægileg skemmtun. Opið alla daga kl. 9-17.

Töfraheimar leynast víða í náttúru Íslands

Ævintýri á Suðurlandi

Töfraheimar leynast víða í náttúru Íslands og fossinn Gljúfrabúi er gott dæmi um það. Fossinn er rétt hjá Seljalandsfossi, skammt frá þjóðveginum, um það bil 20 kílómetrum austan við Hvolsvöll. Þar er tilvalið að stoppa og leyfa börnunum að teygja úr sér og njóta stórbrotinnar náttúru um leið.

- Auglýsing -
Fallegt

Nesti við Öxará

Þingvellir eru í margra augum einhver þjóðlegasti og fallegasti staður landsins. Gaman er að ganga upp að Öxarárfossi og njóta fegurðar hans. Á góðviðrisdögum er heldur ekki leiðinlegt að borða nesti á bökkum Öxarár og njóta íslenskrar náttúru.

Litskrúðugt landslag

Þjóðvegurinn frá Austurlandi til Mývatns liggur um Námaskarð. Námafjall sem er sunnan skarðsins er ótrúlega litskrúðugt enda auðugt af brennisteins- og leirhverum. Hveraröndin austan fjallsins er einhver fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Þar er tilvalið að stoppa með börnin og sýna þeim krafta íslenskrar náttúru – en að sjálfsögðu þarf að fara mjög varlega.

Litskrúðugt landslag

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -