Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Vaknaði með þá fullvissu í hjartanu að dauði hans ætti að verða til einhvers góðs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir komst heldur betur í sviðsljósið þegar hún sendi frá sér bókina Samskiptaboðorðin árið 2016. Í bókinni notar hún eigin reynslu til að undirstrika mikilvægi góðra samskipta og segir viðbrögðin hafa verið betri en hún þorði að vona. Hún vinnur nú að skrifum á bók um einmanaleika auk doktorsritgerðar og fyrirlestra- og námskeiðahalds um Samskiptaboðorðin. Hún segir dauða föður síns, sem svipti sig lífi árið 2005, hafa sýnt sér að það skipti miklu máli að nota áföllin í lífinu til að hjálpa öðrum.

Þegar Aðalbjörg skrifaði Samskiptaboðorðin nýtti hún eigin reynslu mjög mikið sem dæmi, var ekkert erfitt að gefa þá bók út og opinbera einkalíf sitt fyrir heiminum?

„Nei, veistu, það varð í rauninni auðveldara en ég bjóst við,“ segir hún og hljómar hálfhissa. „Ég man að þegar ég fékk fyrsta eintakið af bókinni í hendurnar þá fannst mér hún eiginlega vera sjötta barnið mitt. Ég var búin að leggja þennan texta á þessar blaðsíður en svo varð bókin sjálfstæð og fær að fljúga um heiminn og snerta fólk og gefa af sér áfram. Auðvitað var ég að segja þarna frá hlutum sem tengjast fjölskyldu minni, til dæmis því þegar pabbi minn, Helgi Jósefsson, kom út úr skápnum 2004 og fyrirfór sér ári síðar. Ég skrifaði um sorgina og þau áhrif sem þetta hafði á mig og vissi að ég var að tala um hluti sem eru mörgum í fjölskyldunni erfiðir. En ég reyndi að hafa í huga virðingu fyrir umfjöllunarefninu og öllum hlutaðeigandi, því þótt ég hafi upplifað hlutina á ákveðinn hátt er ekki þar með sagt að allir aðrir hafi upplifað þá á sama hátt.“

Aðalbjörg kannast vel við sektarkenndina sem aðstandendur þeirra sem fyrirfara sér finna fyrir og segist auðvitað hafa ásakað sjálfa sig fyrir að hafa ekki gert meira fyrir hann.

„Ég gerði það vissulega og það helltist lengi vel yfir mig annað slagið,“ segir hún hreinskilnislega. „Nóttina sem hann dó svaf ég auðvitað ekki neitt nema ég dottaði aðeins og vaknaði með þá fullvissu í hjartanu að dauði hans ætti að verða til einhvers góðs og að ég gæti einhvern veginn stuðlað að því. Svona mikil þjáning og sársauki einnar manneskju þarf ekki að leiða til þjáningar og sársauka hjá fullt af öðru fólki, hann hefði alls ekki viljað það. Auðvitað fór maður þúsund sinnum yfir þessa síðustu daga hans í huganum og spurði sig hvort maður hefði getað gert eitthvað meira en ég held að fólk gangi alveg frá sér ef það situr fast í þeirri hugsun.“

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir segir sína sögu í forsíðuviðtali við Vikuna. Mynd / Unnur Magna

Aðalbjörg Stefanía er í forsíðuviðtali Vikunnar sem kom í verslanir í dag.

- Auglýsing -

Kaupa blað í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -