Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fann ástina á ný

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Pálína Helgadóttir fór úr fegurðarbransanum yfir í harðan heim fjölmiðlanna. Kaflaskil urðu hjá Kollu, eins og hún er jafnan kölluð, fyrir þremur árum þegar hún og barnsfaðir hennar skildu. Í einlægu viðtali við Vikuna lýsir hún því hvernig hún vann sig upp úr fósturstellingunni yfir í látlausara og hamingjuríkara líf.

Kolla nýtir nú reynslu sína og annarra og hefur hafið framleiðslu á sjónvarpsþáttum um skilnaði í samstarfi við Saga Film og Sjónvap Símans en auk hennar mun Kristborg Bóel Steindórsdóttir stýra þáttunum. Kolla getur ekki neitað því að hún eigi margt að áhugavert að vinna úr í reynslubankanum, samanber þáttöku hennar í fegurðarsamkeppni árið 2001.

Fyrir röð tilviljana leiddi lífið Kollu inn í fjölmiðlaheiminn en síðan hún uppgötvaði mátt pennans hefur hún byggt upp farsælan feril og unnið á mörgum stærstu fjölmiðlum landsins.

„Það er eitthvað svo merkilegt hvernig örlögin teyma mann áfram og einmitt þess vegna hef ég tamið mér að treysta svolítið lífinu. Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þáttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum.

Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni.

Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt,“ byrjar Kolbrún Pálína og heldur áfram: „Mér fannst í fyrstu alls ekki málið að taka þátt en ég er nú svolítill uppreisnarseggur þannig að ég ákvað að lokum að slá til. Þessi keppni hafði líka meiri tískustimpil en áður hafði þekkst og lagði meira upp úr framkomu keppenda sem mér fannst svolítið spennandi.“

Til að gera langa sögu stutta bar Kolla sigur úr býtum. Titlinum fylgdi sú ábyrgð að skrifa vikulega pistla um lífið og tilveruna á strik.is, vef sem þá var og hét og í fyrsta skipti þurfti hún að tjá sig með lyklaborðið að vopni.

Eftir fréttaskrif á DV í mjög karllægu umhverfi var Kolla beðin um að ritstýra tímaritinu Nýju lífi.

- Auglýsing -

„Það er gaman að segja frá því að þegar ég var rúmlega tvítug var ég spurð að því hvað væri draumastarfið mitt. Ég lét hafa það eftir mér að það væri að ritstýra tískutímariti á borð við Nýtt líf. Þeim áfanga náði ég nokkrum dögum eftir þrítugsafmælið mitt. Á þessum tíma var ég enn þá að sanka að mér reynslu og í dag hefði ég gert margt öðruvísi. Þegar ég skoða tölublöð frá þessum tíma fær maður hressilega áminningu um það hvað þetta umhverfi er hart en við vorum ansi fámennar um að skapa allt blaðið upp úr nánast engu. Ég skrifaði stóran hluta þess ein og fann ekki fyrr en eftir að starfi mínu þar lauk hvað þetta hafði tekið mikinn toll. En reynslan skapar manninn, svo mikið er víst.“

Þegar ég skoða tölublöð frá þessum tíma fær maður hressilega áminningu um það hvað þetta umhverfi er hart.

Kolla segir að þetta val sitt á starfvettvangi sé í raun svolítið merkilegt fyrir þær sakir að henni hafi aldrei verið vel við það að vera í sviðsljósinu og að í grunninn hafi hún verið mjög feimin þegar hún var yngri. Hrædd við gagnrýni og skoðanir annarra á henni, svona eins og ungar konur fara oft og tíðum í gegnum. Ferillinn hafi hins vegar einkennst af því að hún hafi alltaf verið tilbúin að ögra sjálfri sér og tilbúin fara út fyrir þægindarammann.

„Ég lít á þetta sem mína lífsins skólagöngu, ég fer alltaf með opnum hug í næsta áfanga en á sama tíma með smávegis kitl í maganum,“ segir Kolla bjartsýn en ítarlegt og spennandi viðtal við hana er í 1. tbl Vikunnar árið 2019.

- Auglýsing -

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun og hár / Helga Kristjáns
Fatnaður / Baum und Pferdgarten, Kultur og AndreA.
Skart / Made By Me/ Helga Sæunn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -