Vetur konugur er farinn að láta að sér kveða í Reykjavík. Fatnaður vegfarenda bar þess merki þegar Unnur Magna ljósmyndari kíkti á götutískuna.
Jakki: „Notaður, sennilega keyptur í Hertex.“
Rauð peysa: „Keypt í nytjamarkaði Hertex við Vínlandsleið.“
Ullarsamfestingur: „United Colors of Benetton á Spáni.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góðan frakka eða kápu því það klárar oft lúkkið, sérstaklega á Íslandi. En fínir síðkjólar eru líka nauðsynlegir.
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Ég kann að meta það að hafa lært að vera þolinmóð og sýna tillit gagnvart mér sjálfri og öðrum því hlutirnir bara taka sinn tíma.“
Gulur kjóll: „H&M í Skotlandi.“
Sokkabuxur: „H&M.“
Skór: „Dr. Martens-veganskór.“
Eyrnalokkar: „Medina Glass, handmade, gjöf frá vinum sem búa í Vancouver í Kanada, og ég fékk bara rétt áðan.“
Kaupir þú mikið af notuðum flíkum? „Já, ég reyni það, fer á fatamarkaði og nýti mér trendnet-markaðina og versla oft í Extraloppunni.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Fallegan kjól og flotta, góða skó.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Að ég er jákvæð og með gott skopskyn.“
Frakki: „Notaður, keyptur hjá Jörmundi.“
Kjóll: „COS, keyptur fyrir löngu.“
Buxur: „Þægilegar jógaleggings; ég man ekkert hvaðan þær eru.“
Skór: „Vagabond.“
Sólgleraugu: „Úr Tiger, held ég. Þau voru gjöf þegar ég, Sunna Axels og Brynja Kristins opnuðum Flæði, nýja galleríið á Hverfisgötu 3.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góða kápu.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Drifkraftinn.“
Peysa: „Keypt í Icewear.“
Buxur: „GAP, keyptar á Flórída.“
Trefill: „Rammagerðin.“
Skór: „NIKE, keyptir á Flórída.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góða kápu í yfirstærð eða góða of stóra peysu, þær nýtast vel við öll tækifæri.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Eins og er er það kollurinn; nýleg skyndiákvörðun.“
Hælaskórnir: „Extraloppan, Smáralind.“
Svartar gallabuxur: „H&M.“
Hvít skyrta: „Pull&Bear.“
Jakki: „Gjöf, en er frá merkinu Atmosphere í Primark.“
Skart: „Hringar & hálsmen úr H&M – úrið var útskriftargjöf frá litlu systir minni.“
Verslar þú mikið í Extraloppunni? „Já, ég elska Extraloppuna, ég held að ég sé búin að kaupa mér 15 pör af skóm þar síðan hún opnaði.“
Kaupir þú mikið af notuðum flíkum, ferð á markaði og endurnýtir? „Já, ég geri svolítið af því. Mér finnst það mjög skemmtileg menning.“
Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Svartar háar leggins, svartan blúndukjól, síða kósí peysu, stóran jakka og hælaskó.“
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Þolinmæðina sem ég hef alla daga, og svo hef ég óbilandi trú á sjálfri mér.“
Myndir og texti / Unnur Magna