Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

„Við fjölskyldan erum öll með frekar svæsinn húmor“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur á undanförnum árum notið mikilla vinsælda sem uppistandari en hún leiddist út í listina fyrir tilstuðlan tilvistarkreppu. Hún gerir að mestu leyti grín að sjálfri sér og eigin göllum enda segir hún hið ófullkomna yfirleitt það fyndnasta.

Sex ár eru nú síðan Snjólaug leiddist út í uppistand en tildrög þess voru að hennar sögn óbilandi athyglissýki. „Ég var alltaf þessi krakki sem setti upp sýningar í stofunni og píndi foreldra mína til að horfa viðstöðulaust á mig. En í stórum hópi er ég frekar feimin þó að ég sé alltaf fljót að detta í trúðinn meðal vina og ættingja, þar soga ég athyglina óspart að mér. Í uppistandinu geri ég mest grín að sjálfri mér en passa á sama tíma að tala aldrei aðrar konur niður.

Foreldrar mínir skildu fyrir mörgum árum og hafa síðan þá eignast nýja maka og börn svo í dag á ég um þrjú hundruð systkini.

Ég fjalla um hvernig það sé að vera einhleyp og barnlaus í vinahóp þar sem allir hinir eru meira og minna ráðsettir með börn og heimili. Konur í minni stöðu tengja við þetta og það finnst mér skemmtilegt. Ég geri líka óspart grín að foreldrum mínum en pabbi er til að mynda með yngri konu sem ég djóka mikið með og dreg þau gjarnan inn í allt sem ég geri en þau sem betur fer hlæja manna hæst. Ég er heppin að hafa alist upp við mikið grín og við fjölskyldan erum öll með frekar svæsinn húmor. Foreldrar mínir skildu fyrir mörgum árum og hafa síðan þá eignast nýja maka og börn svo í dag á ég um þrjú hundruð systkini, þetta er svona ekta íslenska flókna fjölskyldusystemið. Þau geta því ekkert sett sig á háan hest, þau hafa lifað, rétt eins og ég.“

Fylgir því frelsi að gera grín að Íslandi

Undanfarin ár hefur Snjólaug ferðast með uppistandið sitt utan landsteinanna og heimsótti til að mynda Eistland á dögunum en hún kemur jafnframt mikið fram í Edinborg og London.

„Fyrsta uppistandið mitt var í London þar sem ég talaði í fjörutíu mínútur á ensku. Hér heima hef ég líka haldið sérstakar túristasýningar svo ég er markvisst að leita á þann markað líka. Upptökur frá þeim kvöldum sendi ég svo á aðila erlendis og kynni mig á þann hátt.“

Ég geri grín af Bláa lóninu, álfatrúnni hér og stjörnumerkjunum okkar en rauður þráður.

Snjólaug Lúðvíksdóttir prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar.

Snjólaug segir talsverðan mun að skemmta á íslensku eða ensku en hún segist eðli málsins samkvæmt mun frjálsari á móðurmálinu. „Ég myndi segja að ég væri mun meira ég sjálf á íslenskunni þar sem ég get bullað í kringum hlutina meðan enska uppistandið líkist meira handriti þar sem ég fylgi forminu algjörlega eftir. En svo fylgir því líka ákveðið frelsi að gera grín að Íslandi, þannig opnast aðrar dyr. Ég geri grín af Bláa lóninu, álfatrúnni hér og stjörnumerkjunum okkar en rauður þráður er aðallega hversu auðtrúa við Íslendingar erum, svo á móti geri ég grín að ferðamönnum þegar uppistandið fer fram á íslensku.“

- Auglýsing -

Viðtalið við Snjólaugu má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir í dag.

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -