Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Við þurfum að nýta fötin okkar betur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Næsta laugardag verður haldinn fataskiptimarkaður í Deiglunni á laugardag. Þar öðlast gömul föt framhaldslíf.

Tískusvappið er viðburður tileinkaður vitundarvakningu um einnota tísku og textíliðnaðinn,“ segir Rakel Guðmundsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála hjá Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæja.

Viðburðurinn sem um ræðir er partur af Listasumri Akureyrarbæjar.

„Einnota tíska (e. fast fashion) hefur verið mikið í umræðunni undanfarið í tengslum við umhverfismál og skyldi engan undra. Mikil ofneysla er á fatnaði á Íslandi og í öðrum Vesturlöndum. Hver Íslendingur kaupir þrisvar sinnum meira af vefnaðarvöru en meðaljarðarbúi eða um 17 kg árlega,“ útskýrir Rakel.

Hún bætir við að Íslendingar sói einstaklega miklu magni af vefnaðarvöru.

„Nauðsynlegt er að breyta viðhorfi og hugarfari þegar kemur að tískuheiminum.“

„Árið 2016 hentu Íslendingar rúmum 5.700 tonnum af textíl og skóm en það eru að meðaltali 15 kíló á hvern Íslending. Nauðsynlegt er að breyta viðhorfi og hugarfari þegar kemur að tískuheiminum. Við þurfum að nýta fötin okkar betur og koma þeim til annara þegar við erum hætt að nota þau í staðin fyrir að farga þeim. Nauðsynlegt er að skapa vettvang til þess að það sé raunverulega hægt og þess vegna var ákveðið að efna til fataskiptimarkaðs eða Tískusvapp eins og við kjósum að kalla það.“

Rakel segir fataskiptimarkaði vera frábæra leið til að lengja líftíma fata. „Með því að skiptast á fötum höldum við þeim í kerfinu og er þetta jafnframt hluti af því að efla hringrásarhagkerfi.“

- Auglýsing -

Tískusvappið fer fram laugardaginn 13. júlí klukkan 16:00 í Deiglunni. Nánar á Facebooksíðu Akureyrarbæjar. „Til að taka þátt þarf að skrá sig en það er hlekkur á skráningarsíðu inni á Facebook viðburðinum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -