Vinsælasti ballett sögunar á svið | Mannlíf

Vikan

Vinsælasti ballett sögunar á svið

Balletthópurinn: St. Petersburg Festival Ballet mun flytja Hnotubrjótinn í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Hnotubrjóturinn er einn vinsælasti ballett sögunnar. Hrífandi tónlist Tchaikovskys skapar töfrandi jólastemningu þar sem allt getur gerst. Ballettinn er ómissandi hluti af jóladagskrá margra tónleikahúsa erlendis og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta uppfærslunnar.

Á aðfangadagskvöld fær María fallegan hnotubrjót að gjöf frá hinum dularfulla Drosselmeyer. Atburðarásin tekur óvænta stefnu þegar leikföngin undir jólatrénu lifna við og inn koma mýs í einkennisbúningum. Hnotubrjóturinn breytist í prins og leiðir Maríu inn í ævintýraland þar sem ýmislegt óvænt gerist.

Rússneski balletthópurinn: St. Petersburg Festival Ballet mun í þriðja sinn færa þennan fallega ballett á svið í Eldborgarsal Hörpu en Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar með danshópnum dagana 22. til 24. nóvember næstkomandi.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu