Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Völva Vikunnar rýnir í árið 2018

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vofa lúrir yfir Bjarna Ben. og kvika kraumar undir Kötlu.

Hægt er að nálgast spá Völvunnar í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Völva Vikunnar hefur reynst ótrúlega sannspá undanfarin ár. Hún sá fyrir fall ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og hneykslismálin í kringum það. Hún spáði ríkisstjórn Bjarna Ben. ekki langlífi og það gekk sannarlega eftir. Hún talaði um alvarlegt mál er upp kæmi og sýndi fram á hve slæmt væri að verja ekki meira fé til löggæslunnar og talaði einkum um miðbæinn í því sambandi. Allir Íslendingar fylgdust svo með leit að ungri konu er hvarf á Laugaveginum í janúar á þessu ári en þá var mjög um það rætt að fjölga þyrfti og bæta öryggismyndavélar og eftirlit í bænum um helgar.

Vegna þessa og fjölmargra annarra spádóma er hafa ræst ríkti mikil spenna á ritstjórnarskrifstofunni þegar völvan settist niður með blaðamanni til að rýna í árið 2018. Henni brást ekki bogalistin og vænta má mikilla tíðinda á næsta ári. Pólitíkin verður áfram lífleg, eldgos verða, ýmsar sviptingar í veðrinu og ástin bankar upp á hjá tveimur íslenskum leikkonum.

Völva Vikunnar hefur reynst ótrúlega sannspá undanfarin ár. Hún sá fyrir fall ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og hneykslismálin í kringum það. Hún spáði ríkisstjórn Bjarna Ben. ekki langlífi og það gekk sannarlega eftir.

Vikan hafði einnig samband við nokkrar konur er staðið hafa í framarlega í flokki við að hrinda #metoo byltingunni af stað, hver í sinni starfsgrein. Þær spá í framvinduna, bæði þau áhrif er sú hreyfing hefur haft og hvernig tryggja megi að þau verði til frambúðar.  Nú er ljóst að engin stétt er undanskilin áreitni og ofbeldi hefur átt sér stað og liðist alls staðar.

Í þessari síðustu Viku ársins eru einnig viðtöl við rithöfundana Kristínu Steinsdóttur og Jón Sigurð Eyjólfsson. Kristín byrjaði seint að skrifa og hefur valið að fjalla um líf og reynsluheim kvenna. Margar merkar bækur liggja eftir hana til dæmis bókin um Bjarna-Dísu og Ljósu, hvoru tveggja konur sem hefðu hlotið önnur örlög ef þær hefðu verið uppi á öðrum tíma. Nýjasta bók Kristínar, Ekki vera sár, gerist hins vegar í nútímanum. Jón Sigurður er lesendum Fréttablaðsins að góðu kunnur og pistlar hans hafa notið mikilla vinsælda. Í bók sinni rifjar hann upp fimm ára búsetu í Aþenu og starf sitt á menningarsetrinu og kaffihúsinu Tvíflautunni.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -