Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

600-800 kíló sem áður var hent nýtt í nýja framleiðslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fallegum stað í Grímsnesinu, skammt frá Sólheimum, reka hjónin Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson Gróðrarstöðina Ártanga. Þau rækta kryddjurtir allan ársins hring, túlípana yfir vetrarmánuðina, sumarblóm á vorin og spínat. Til að nýta afgangskryddjurtir sem áður var hent hafa þau einnig bætt við framleiðslu á spennandi matvörum.

 

Þar sem ýmislegt getur misfarist framleiða þau á Ártanga alltaf aðeins meira en þau selja en oft þurfa þau að henda þessari umframframleiðslu. „Það fannst mér svo mikil synd, við hentum kannski 600-800 kílóum á ári af kryddjurtum og til að setja það í samhengi eru um 20-50 grömm í hverjum potti. Við ákváðum því að reyna að gera eitthvað úr þessu, höfðum samband við Bjarka Þór Sólmundsson hjá Bragganum Stúdíó sem hjálpaði okkur að útbúa uppskriftir og kenndi okkur verkferla og annað,“ segir Edda en þarna varð vörumerkið Á Ártanga til og þau framleiða nú fjórar vörur undir merkinu.

Til að nýta afgangskryddjurtir sem áður var hent framleiða þau Dillolíu, Kóríandersmjör, Basilíkusmjör og Basilíkupestó.

„Við erum með Dillolíu sem er góð fiskinn, á salatið og á ofnbakað grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Kóríandersmjör og Basilíkusmjör sem gott er að nota til steikingar, ofan á brauð og hvernig sem fólki dettur í hug. Síðan erum við með Basilíkupestó sem hægt er að nota í allt mögulegt, til dæmis til að kryddleggja kjöt. Með þessu náum við að nýta mestallt sem til fellur og það er mikill léttir að sjá það sem áður fór í ruslið verða að vöru sem hefur verið svona vel tekið.“

Ítarlegra viðtal er við Sigurdísi Eddu í uppskeruhandbók Gestgjafans 2020.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Uppskeruhandbók Gestgjafans 2020. Forsíðumynd/Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -