- Auglýsing -
Þegar matarboð eða veislur eru haldnar er oft höfuðverkur að ákveða hversu mikið magn skal elda. Enginn vill lenda í að hafa ekki nóg á boðstólnum og á hinn bóginn getur verið bagalegt að sitja uppi með mikið magn að afgöngum. Hér eru nokkrar þumalputtareglur sem gott er að hafa í huga.
MATUR
Reiknað er með 200-250 g af beinlausu kjöti eða fiski á mann. Reiknað er með 350-450 g af kjöti með beini á mann.
MEÐLÆTI
Reiknað er með 150 g af grænmeti og 150 g af kartöflum eða hrísgrjónum á mann. Hægt er að reikna með 1/2-3/4 dl af ósoðnum grjónum á mann (40-50 g á mann).
KAFFIBOÐ
Reiknað er með 3 kökusneiðum á mann – 1 terta er u.þ.b. 10-12 sneiðar. Af brauðmeti er reiknað með 2-3 snittum eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.