- Auglýsing -
Til eru ýmsar græjur til þess að aðskilja egg og á Internetinu er t.d. hægt að finna ýmis misgóð ráð til þess.
Einfaldast er þó að aðskilja egg þegar þau eru köld og velta rauðunni varlega til og frá í höndunum þannig að hvítan síist frá. Ef eggin eru við stofuhita er rauðan linari og vill frekar springa.
Sem sagt, aðskiljið eggin á meðan þau eru köld og leyfið þeim síðan að ná stofuhita áður en hafist er handa við baksturinn.