Kjöraðstæður fyrir deig er að hefast í um 37°C. Það er samt hægt að láta það hefast við annað hitastig en þá tekur það lengri tíma. Sem dæmi er sniðugt að útbúa deigið daginn áður og geyma það í ísskápnum þar til daginn eftir, þá er það tilbúið seinnipartinn þegar á að fara að útbúa kvöldmatinn.
Ef á að láta deigið hefast strax og fljótt er gott að útbúa aðstæður sem flýta fyrir ferlinu. Gott ráð er að hita ofninn í 150°C og slökkva svo á honum og setja deigið inn í hann, eða setja sjóðandi vatn í botninn á ofninum og deigið þar fyrir ofan. Í sólríkan glugga yfir sumartímann eða í vask sem hefur verið fylltur með volgu vatni og svo er deigskálinni komið fyrir í honum.
Einnig er ágætt ráð að sjóða vatn í örbylgjuofninum, taka það út og setja deigið inn og loka.