Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Að umhella víni í karöflur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hver er tilgangurinn með að láta vín anda og hvernig er það gert? Ein leið til þess er að umhella víninu í karöflur.

 

Hvenær er virkilega þörf á að umhella víni?

Það er í fáum og vel afmörkuðum tilfellum:

1. Fyrir eldri vín, t.d. portvín, þar sem er botnfall í víninu sem er óaðlaðandi að fá í glasið. Í þessum tilfellum þarf að umhella varlega til að eyðileggja ekki vínið.

2. Fyrir ung vín sem eru vart tilbúin til drykkjar. Umhellingin mýkir vínið/tannínin, og gerir það aðgengilegra, vínið virkar 1 til 1 ½ ár eldra en það er, sérstaklega ef umhellt er aftur á flöskuna.

3. Ef ætlunin er að bera vínið fram á karöflu sem er fallegri en flaskan.

- Auglýsing -
Það getur verið smart að bera vín fram í fallegri karöflu.

Kostir og gallar

Kostir: Til að losna við botnfall í glösin annars vegar og að gera ung vín tilbúnari til drykkjar. Vert er að geta þess að Reserva og Gran Reserva-vínin frá Spáni hafa þegar fengið þann þroska sem þarf og þurfa almennt ekki umhellingu.

Gallar: Hægt er að eyðileggja eldri vín með því að umhella óvarlega, sömuleiðis er hætta á að missa gæði úr víni sem er tilbúið til neyslu. Oft er nóg að leyfa víninu að anda svolítinn tíma í glasinu áður en þess er neytt.

- Auglýsing -

Umsjón / Dominique Plédel Jónsson og Eymar Plédel Jónsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -