Laugardagur 26. október, 2024
4 C
Reykjavik

Áhugaverður fróðleikur um víntunnur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðartunnan leit fyrst dagsins ljós hjá Gaulverjum fyrir rúmlega 2000 árum en þá var hún aðallega notuð fyrir mjöð eða öl. Rómverjar, Grikkir og allir sem höfðu þurft að flytja vín á milli staða áður notuðu leirílát, „amfórur“ sem eru að komast aftur í tísku.

 

Tunnugerð hefur verið mjög öflug alla tíð síðan og þessi 2000 ára saga tunnunnar hefur sett sitt mark á nútímavíngerð. Líklega hafa margar mismunandi tegundir af víði verið notaðar og einnig hafa stærðirnar á tunnunum verið mismunandi eftir því hvar þær voru framleiddar enda hafa þær fengið mörg nöfn alla vega í Frakklandi þaðan sem tunnunotkunin er upprunnin.

Viðurinn
Í dag er nánast eingöngu notuð eik í tunnugerð en það hefur ekki alltaf verið tilfellið, allar tegundir sem voru við höndina voru notaðar. Í seinni heimsstyrjöldinni var til dæmis notaður hlynur eða akasíuvíður í Suður-Frakklandi, aðalástaðan fyrir því var sá að norðurhluti landsins var undir hæl Þjóðverja og ómögulegt að ná í eik. Árangurinn var reyndar slakur en ekki hægt að gera annað á þessum tímum. Á Ítalíu hefur villikirsuberjaviður verið notaður eins og í balsamedik en þó sjaldan. Eikin getur verið frá Frakklandi eða Bandaríkjunum og er munur þar á milli. Franska eikin kemur frá skógum í eign franska ríkisins því hún verður að vera fullþroska þegar hún er notuð en eik getur orðið 250-300 ára gömul og þar þarf að huga að endurnýjun með frekar löngum fyrirvara. Hún er þéttari en ameríska eikin og gefur af sér ristaða bragðtóna í vínið. Amerísk eik er lausari í sér, með lausari trefjar og gefur meira af sætum vanillu- og kókóstónum. Tunnan er brennd að innan, mismikið en algengast er „medium +“ óalgengt er að óbrennd tunna sé notuð nema með sérmeðhöndlun (t.d. látin liggja í vatni) til að forðast hörðu tannínin.

Í aldanna rás hafa sum héruð og sérstaklega í Frakklandi, fest sig í ákveðnar stærðir sem allar bera ákveðið nafn.

Stærðir
Allar stærðir eru notaðar, allt eftir því hvað víngerðarmaðurinn velur, hvort hann kýs að hafa mikinn eða lítinn eikarkeim af víninu en það er ekki bara bragðið heldur samsetningu á þrúgunum eða frá hvaða ekrum þrúgurnar koma. Í aldanna rás hafa sum héruð og sérstaklega í Frakklandi, fest sig í ákveðnar stærðir sem allar bera ákveðið nafn. Algengastar eru þó „barrique bordelaise“ frá Bordeaux sem er 225 lítrar, og „barrique bourguignonne“ sem er 228 lítrar. Önnur nöfn sem heyrast enn mjög víða eru „pièce“ (140-420 l ), „botte/botta“ (450-500 l), „feuillette“ (114-120 l), „muid“ (13-600 l – aðallega í Norður-Frakklandi. Portvínstunnan er kölluð „pipe“ og er 522 l, svo eru tunnurnar sem notaðar eru undir sérrí 600 l. Loks er „foudre“, 1000 l eða meira, sem eru fastir á sínum stað og eru notaðir eins og stál- eða sementstankarnir til að gerja vínið í eða geyma.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -