Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

AirFryer eða hefðbundinn ofn?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein vinsælasta jólagjöfin um síðustu jól var airfryer. Íslendingar eru þekktir fyrir að vera nýjungagjörn þjóð og gjarnir á að stökkva til og prófa það heitasta á markaðnum. En hvað er svona merkilegt við þessa viðbót í eldhúsið og að hvaða leyti er hún betri en gamli, góði, staðfasti bakaraofninn?

Í grunninn er airfryer lítill blástursofn. Í samanburði við bakaraofninn er hann fljótari að hitna og þar af leiðandi að elda litla skammtastærðir. Þannig vinnst tími og orkusparnaður ef eldað er fyrir einn eða tvo. Bakaraofninn er hentugri ef eldað er fyrir fleiri, vissulega er hægt að elda fyrir fleiri, en þá þarf að finna lausn til að halda matnum heitum á meðan næsti skammtur er eldaður. Í airfryer er bakki sem tekur við fitu, olíu eða vökva sem drýpur af matnum og vilja því margir meina að maturinn verði hollari við eldun í airfryer. Flestar tegundir airfryer eru með stillingar og/eða kerfi fyrir mismunandi matargerð svo ekki er þörf að sérstakri þekkingu á hitastigi eða eldunartíma eins og í bakaraofninum.

Gerður var lítill samanburður á eldun á þrenns konar matvælum og er þetta niðurstaða óformlegrar rannsóknar. 

Lax

Lax er meinhollur og stútfullur af próteini og omega-fitusýrum. Eldað var 150 gramma stykki. Sigurvegarinn var augljós. Airfryer skilaði gómsætum bita með stökku yfirborði og köntum eins og hann hafi verið steiktur á pönnu. Namm, namm! 

Franskar kartöflur

- Auglýsing -

Einn poki af frönskum kartöflum var eldaður. Innihald pokans komst ekki allt fyrir í airfryer svo elda þurfti í tveimur lotum. Niðurstaðan var að jafnlangan tíma tók að hita bakaraofninn og elda allt innihald pokans og að nota airfryer í tveimur lotum. 

Airfryer yrði fyrir valinu ef skammtastærðin væri minni, en bakaraofninn fyrir stærri skammta.

Brokkolí

- Auglýsing -

Steikt brokkolí er hreint lostæti með olíu, salti og pipar. Líkt og í tilvikinu með frönsku kartöflurnar þá komst ekki allt hráefnið fyrir í airfryer og því þurfti að elda það í þremur lotum. Eldunin var mjög svipuð. Fyrir þá sem elska grænmeti og mikið af því, þá yrði ofninn klárlega hentugri til verksins.


Þessi grein birtist í nýju tölublaði Víns og matar sem lesa má í heild sinni hér:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -