Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Algert sölufall, tekjutapið mikið á meðan kostnaður helst nær óbreyttur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljóst er að litlir veitingastaðir og kaffihús munu berjast í bökkum á næstunni þar sem tómt er á þeim flestum þessa dagana. Bragi Skaftason sem rekur vínbarinn og smátréttastaðinn Vínstúkan Tíu sopar á Laugaveginum ásamt tveimur öðrum segir ástandið slæmt.

 

Bragi Skaftason. Mynd/Kristinn Magnússon

„Ég mæti á hverjum morgni og sótthreinsa staðinn. Gerum allt sem fyrir okkur er lagt en það skiptir kannski ekki máli. Þetta er smá væl í mér ég geri mér grein fyrir því, margir eru sjálfsagt í svipuðum eða verri málum en við en ég er bara hræddur við þetta,“ segir Bragi í stöðufærslu á Facebook og segir jafnframt að staðurinn hafi gengið vel þar til í byrjun mars. Hann lýsir því að miðbærinn hafi ekki verið jafndaufur í 20 ár, einn hafi setið inni á Te og kafffi á Laugavegi 27 og annar á Kaffibrennslunni að bíða eftir kaffi til að taka með út. Ferðamennirnir séu horfnir og komi líklega ekki aftur í bráð.

„Ég hitti nokkra veitingamenn sem allir sögðu sömu söguna. Algert sölufall, tekjutapið mikið á meðan kostnaður helst nær óbreyttur. Aðgerðir ríkisins duga skammt. Enn þarf að borga leigu, síma, rafmagn, sorphirðu, laun, birgjar sitja flestir uppi með að fá litlar sem engar pantanir á meðan þeir fá ekki síðustu sendingar greiddar. Ekki af illum hug, heldur vegna þessa fullkomna storms sem við erum stödd í,“ segir Bragi.

„Birgjar sitja flestir uppi með að fá litlar sem engar pantanir á meðan þeir fá ekki síðustu sendingar greiddar.“

Vínstúkuna Tíu sopa má skilgreina sem lítið fjölskyldufyrirtæki en eigendur auk Braga eru Ragnar Eiríksson og Ólafur Örn Ólafsson. Þar vinna þeir þrír ásamt syni Ólafs, Steinari. „Pælingin með Vínstúkunni var aldrei að verða ríkur af henni, vildum bara skapa atvinnu handa okkur sjálfum og nokkrum í viðbót og boða það á Íslandi að til sé gott vín sem væri ekki stútfullt af aukaefnum sem væri áhugavert, gott og kostaði ekki formúgu.“

Eigendur Vínstúkunar Tíu sopar Bragi Skaftason, Ragnar Eiríksson og Ólafur Örn Ólafsson. „Við verðum enn hressir og kátir þegar þið mætið, ætlum bara ekki að knúsa ykkur jafn mikið og venjulega.“ Mynd/Unnur Magna

Þeir ætla samt sem áður að hafa opið áfram, selja mat og vín. „Matseðillinn er enn í boði og við eigum helling af góðum vínum. Við verðum enn hressir og kátir þegar þið mætið, ætlum bara ekki að knúsa ykkur jafn mikið og venjulega. Ég vona að við sjáum ykkur aftur, ef ekki bráðlega þá um leið og lægir.“

Sjá einnig: Veitingahús laga sig að breyttu landslagi – ekkert bendir til þess að kórónaveiran berist með matvælum

- Auglýsing -

Bærinn og Vínstúkan Tíu Sopar Ég fór niður í bæ í morgun eins og alla morgna. Hann hefur ekki verið jafndaufur í 20…

Posted by Bragi Skaftason on Miðvikudagur, 18. mars 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -