Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Asískur innbakaður lax með sesam-brokkolí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einfaldur innbakaður lax með asískum hráefnum, ristuðu sesam-brokkolí og bragðmikilli sósu.


4 bitar lax, um 250 g hver biti
2 cm engiferrót, afhhýdd og sneidd
2 vorlaukar, sneiddir
2 hvítlauksgeirar, skornir í tvennt og marðir
6 msk. sojasósa
4 msk. hunang
4 msk. hrísgrjónaedik
1 rautt chili-aldin, sneitt (má sleppa)

Þerrið laxinn með eldhúspappír. Setjið hann í eldfast mót eða í rennilásapoka ásamt engifer, vorlauk og hvítlauk. Hrærið saman sojasósu, hunang og hrísgrjónaedik og hellið yfir fiskinn og grænmetið. Látið liggja í kryddleginum í a.m.k. 30 mín. Hitið ofn í 160°C. Takið fram 4 stórar arkir af bökunarpappír. Leggið laxabita ofan á hverja örk og setjið smávegis af grænmetinu ofan á hvern laxabita og notið síðan skeið til að hella yfir svolitlum kryddlegi (passið að eiga afgang af kryddleginum og grænmeti til að búa til sósu). Pakkið síðan laxinum inn í bökunarpappírinn með því að bretta pappírinn og loka honum, gott er að nota heftara til að festa umslagið betur. Einnig má nota álpappír utan um fiskinn. Reynið að passa að ekki séu glufur á umslaginu svo að laxinn nái að gufusjóðast í ofninum. Bakið fiskinn inni í miðjum ofni á ofnplötu í 15-20 mín., eða þar til fiskurinn hefur eldast í gegn. Búið til sósu á meðan með því að setja afganginn af kryddleginum í lítinn pott yfir meðalháan hita. Hrærið í pottinum þar til sósan þykknar. Athugið að sósan er bragðmikil og sölt og því þarf ekki mikið af sósu. Sáldrið sneiddu chili-aldini yfir laxinn og berið fram með sesam-brokkólí og hrísgrjónum.

Sesam-brokkólí:
1 haus brokkólí
1 msk. ólífuolía
1 msk. sesamolía
2 tsk. sojasósa
1 msk. sesamfræ

Hitið ofn í 220°C. Takið brokkólíið í sundur og snyrtið og skrælið stilkana. Hrærið saman ólífuolíu, sesamolíu og sojasósu í meðalstórri skál. Veltið brokkólínu upp úr sósunni og dreifið síðan úr því á ofnplötu. Sáldrið sesamfræjum yfir brokkólíið og ristið í miðjum ofni í 10 mínútur. Takið það úr ofninum og snúið bitunum við og setjið aftur inn í ofn og ristið í 5-10 mínútur til viðbótar eða þar til brokkólíið hefur eldast og endarnir eru farnir að ristast.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Folda Guðlaugsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -