Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Ávaxtabrauð – gott fyrir líkama og sál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ilmurinn af nýbökuðu brauði gefur góða tilfinningu, ekki síst heimabakað af alúð og umhyggju. Þetta brauð er matarmikið og spennandi og í því er fjölbreytt næring, alls konar mjöl, fræ, hnetur og ávextir. Það passar með öllu mögulegu, til með súpum og er frábært á ostabakkann.

 

Ávaxtabrauð

1 stk.

170 g hveiti
80 g haframjöl
60 g rúgmjöl
1 msk. lyftiduft
2 tsk. anísfræ (má sleppa eða nota kúmen í staðinn)
80 g þurrkuð trönuber
100 g apríkósur, skornar í bita
80 g pekanhnetur, brotnar gróft niður
120 g sólkjarnar
60 g hörfræ
8 dl súrmjólk eða ab-mjólk
¾ dl hunang eða síróp
½ dl olía
1 tsk. sjávarsalt
Hitið ofninn í 180°C.

Setjið allt sem fer í brauðið í hrærivélarskál og hrærið saman. Smyrjið jólakökuform að innan með smjöri eða olíu. Jafnið deiginu í formið og bakið í 1 klst. Brauðið geymist í nokkra daga vel innpakkað og það má frysta, geymist þannig í 6 mánuði.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Karl Petersson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -