Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Ávaxtajólakaka á aðventunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leirlistarkonan og myndlistarkennarinn Mariella Thayer hefur gaman af því að fá útrás fyrir sköpunarhæfileika sína í eldhúsinu. Kakan sem hún gefur okkur uppskrift að er dásamleg ávaxtaka sem upphaflega kom frá ömmu hennar.

Kökuna hefur hún bakað fyrir jólin í yfir 20 ár en í gegnum árin hefur hún þróað kökuna og gert að sinni. „Ég baka alltaf svolítið magn og frysti og tek svo bara eina og eina út og ber fram í litlum bitum með kaffi eða ískaldri mjólk.

Kakan hentar líka sérlega vel sem matarjólagjöf og nokkrir ættingjar mínir fá kökuna í jólapakkann en þá tek ég hana út úr frystinum rétt fyrir jól og pakka henni inn en hún geymist í 4-5 daga í í kæli og 6 mánuði í frysti.“

„Kakan hentar líka sérlega vel sem matarjólagjöf og nokkrir ættingjar mínir fá kökuna í jólapakkann.“

Þess má geta að Mariella hefur gaman af því að endurgera gamla hluti og gefa þeim nýtt líf í postulíni en hlutirnir á myndinni eru einmitt úr postulínssmiðju hennar. Áhugasamir geta skoðað postulínið á Facebook-síðunni „jól alla daga“.

Ávaxtajólakaka

Ávextir:
2 ½ dl þurrkaðar döðlur, saxaðar
2 ½ dl þurrkaðar gráfíkjur, saxaðar
2 ½ dl rúsínur
1 lítil krukka af rauðum maraschino-kirsuberjum
2 dl sérrí

Setjið allt hráefnið í skál og látið standa yfir nótt eða látið liggja í 2-3 klukkustundir.

Hnetur:
2 dl möndlur, gróft saxaðar
2 dl pekanhnetur, gróft saxaðar
2 dl valhnetur, gróft saxaðar
2 dl brasilíuhnetur, gróft saxaðar
150 g suðusúkkulaði, saxað, eða einn poki Síríus súkkulaðidropar

- Auglýsing -

Setjið til hliðar og geymið.

Deig:
150 g sykur
150 g mjúkt smjör
3 egg
200 g hveiti
1 ⅓ tsk. lyftiduft

Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið síðan einu eggi í einu út í og hrærið aðeins í á milli. Þegar blandan verður létt, ljós og jöfn er hveitið og lyftiduftið hrært út í og vélin látin ganga svolitla stund. Bætið ávöxtunum og hnetunum saman við deigið og hrærið varlega saman á hægum hraða þar til allt hefur samlagast vel. Skiptið deiginu jafnt í 4 einnota álmót (20×9,2 cm) og bakið við 150°C í u.þ.b. eina klukkustund. Gott er að stinga með prjóni í kökuna þegar hún hefur verið í ofninum í 50 mínútur.

- Auglýsing -

Höfundur: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -