Mánudagur 20. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

„Bæjarfélag sem margir bera taugar til“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hveragerði býr yfir einstaklega fallegu umhverfi þar sem jarðhitinn og hverastrókarnir eru einkennandi. Þar eru líka blómlegir veitingastaðir á heimsklassa sem Gestgjafinn heimsótti nýlega og í nýjasta tölublaðinu eru viðtöl við atorkumikla einstaklinga sem sáu sér tækifæri í þessum blómlega bæ.

 

Matkráin er í eigu hjónanna Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar, fyrrum eigenda Jómfrúarinnar, sem létu drauminn um að opna sveitakrá rætast fyrir einu ári. Smurbrauð er enn þeirra aðalfag enda er það bæði afar ljúffengt og virkilega fallegt.

Matreiðslumeistari Matkráarinnar, Guðrún P. Sveinsdóttir, og eigendurnir Guðmundur Guðjónsson og Jakob Jakobsson. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

„Árið 1996 var viðburðaríkt í lífi okkar Guðmundar en þá stofnuðum við veitingastaðinn Jómfrúna við Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur og giftum okkur. Hvort tveggja hafði verið markmið og draumur í um áratug og ekki hægt að segja annað en vel hafi til tekist. Í það minnsta blómstrar Jómfrúin sem aldrei fyrr og giftingarheitin greypt í stein. Eftir frí og  mikið flakk árin 2015-2019 létum við annan draum okkar rætast, en það var að opna sveitakrá í hjarta menningarbæjarins Hveragerðis með yfirbragði veitingahúsa og kráa sem víða má heimsækja utan borga í Skandinavíu og Evrópu,“ segir Jakob.

„Matreiðslumeistarinn okkar er Guðrún P. Sveinsdóttir og starfsfólkið nær allt af svæðinu en við erum með einstaklega gott samstarfsfólk sem gefur staðnum mikið gildi.“

Eik er allsráðandi í húsgögnum sem og innréttingum á Matkránni. Jarðlitir eru ráðandia auk blómana sem prýða staðinn. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Ölverk Pizza og brugghús býður upp á eldbakaðar pítsur, smárétti og handverksbjór sem öllu jöfnu fæst aðeins hjá þeim. Hjónin Laufey Sif Lárusdóttir og Elvar Þrastarson eru eigendur og rekstraraðilar en Laufey er fædd og uppalin í Hveragerði.

Hjónin Laufey Sif Lárusdóttir og Elvar Þrastarson eru eigendur Ölverks. Mynd/Unnur Magna

„Okkur langaði að festa rætur í bænum og um leið skapa skapa veitingastað, með fókus á huggulegt umhverfi, ljúffengar pizzur og bragðgóðan handverksbjór. Saman eigum við tvo unga drengi sem setja oft mikinn svip á staðinn sem er svo sannarlega fjölskyldustaður. Hveragerði er bæjarfélag sem margir bera taugar til, hér margt skemmtilegt að skoða og sérstaða bæjarins mikil með alla þessa jarðgufu fyrir neðan okkur. Jarðgufuna nýtum við einmitt í bjórframleiðsluna í brugghúsinu okkar,“ segir Laufey í viðtali í Gestgjafanum.

- Auglýsing -
Margar skemmtilegar skreytingar prýða veggi Ölverks. Mynd/Unnur Magna

Skyrgerðin er huggulegur veitingastaður sem notalegt er að heimsækja en þar ræður Elfa Dögg Þórðardóttir ríkjum. Á staðnum er allt eldað á kolagrilli og hnallþórurnar þekktar langt út fyrir bæjarmörkin.

Elfa Dögg Þórðardóttir er framkvæmdastjóri Skyrgerðarinnar og hótelstjóri hótelsins Frost & Funi Boutique Hotel. Mynd/Unnur Magna

„Matseðillinn er fjölbreyttur og við vinnum einungis með gæðahráefni. Þorkell Garðarsson matreiðslumeistari á heiðurinn af matseldinni en hann varð einnig meðeigandi minn í rekstri Skyrgerðarinnar nýverið. Húsið kom á sölu síðla árs 2015 en það er byggt sem fyrsta Skyrgerð landsins árið 1930 og teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Saga hússins er einstök, það er eitt af þremur húsum í bænum sem er friðað og skyrsaga þess er skemmtileg, ég ákvað því að slá til og keypti það í desember árið 2015. Ég opnaði Skyrgerðina á afmælisdaginn minn þann 11. júní 2016 eftir gagngerar endurbætur á húsinu. Hluta þess var breytt í gistiheimili og restinni í veitingahús, veislusal og gamaldags skyrgerð þar sem við framleiðum pokaskyr og seljum í smjörpappír eins og í gamla daga. Þannig að nú, 70 árum síðar, er aftur komin skyrgerð í húsið.“

Í húsinu var fyrsta Skyrgerð landsins stofnuð árið 1930 og það er teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Mynd/Unnur Magna

Ítarlegri viðtöl, fallegar myndir og uppskriftir sem þau deila með okkur er að finna í nýjasta tölublaði Gestgjafans, 6. tbl. 2020.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Forsíðumynd/Hákon Davíð Björnsson
Elfa Dögg gefur uppskrift að þessari dásamlegu skyrtertu í nýjasta Gestgjafanum. Mynd/Unnur Magna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -