Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Bananakaka sem slær í gegn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bananakaka er alltaf góð. Þessi er mjög fljótleg og með súkkulaðikremi sem gerir hana sérlega fallega og girnilega.

Bananakaka

10 sneiðar

3 egg
150 g sykur
125 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar
100 g smjör, brætt og kælt
2 þroskaðir bananar, stappaðir

Hitið ofninn í 175°C. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er létt og loftkennd. Blandið hveiti og lyftidufti saman og bætið í eggjamassann ásamt smjörinu, vanillu og banönum. Hrærið létt saman. Skiptið deiginu í tvö smurð form, 20-22 cm í þvermál, og bakið botnana í 25 mín. Þið getið líka bakað einn botn í 20 cm formi og klofið hann síðan í tvennt en þá þarf að baka kökuna í 45-50 mín. Leggið kökuna saman með helmingnum af kreminu og setjið líka ofan á. Skreytið með banana- og möndluflögum

Krem
50 g smjör
150 g súkkulaði
2 msk. rjómi

Bræðið allt saman í vatnsbaði og kælið þar til kremið er nógu þykkt til að smyrja því á kökuna.

Skraut
1 banani
2-3 msk. möndluflögur, ristaðar

- Auglýsing -

Umsjón/Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -