Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Bara fimm hráefni – og kvöldmaturinn er kominn!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nauta-ribeye með sveppum og trufflumajónesi.

Það getur verið áskorun að elda góðan mat úr fáum tegundum hráefnis. En á sama tíma er það mjög frelsandi og ekki þarf að hugsa í langan tíma hvað á að vera í matinn.

Ekki þrífa pönnuna eftir steikinguna á kjötinu, heldur setjið sveppina á hana og steikið þá með ½ msk. af salti þar til þeir eru orðnir mjúkir.

Þegar eldað er úr fáum efnum er gott að nýta sumt hráefnið á tvennan og jafnvel þrennan hátt. Þá væri möguleiki að steikja salatið og einnig að nota það ferskt.

Annað sem er mikilvægt að hafa í huga er að nota allt „brasið“ af pönnunni og soðið af hráefninu til þess að hámarka bragðið.

Þó svo að ég noti einungis fimm hráefni í þennan rétt, þá tel ég ekki með salt, pipar og feiti. Ég notaði þó aðeins olíu en smjör eða góð ólífuolía gerir allt betra. Auðvitað er líka alltaf hægt að fríska upp á matinn með smávegis sítrónusafa. Ég komst líka að því að ekki er mjög dýrt að versla svona í matinn og þá er hægt að splæsa í gæðaprótín og nota gott grænmeti með.

Nauta-ribeye með sveppum og trufflumajónesi
fyrir 4

600-800 g nauta-ribeye, eða annar góður vöðvi
1 kg nýjar íslenskar kartöflur
2 dl majónes
1 msk. truffluolía
2 pakkningar (u.þ.b. 250 g) kastaníusveppir, eða aðrir sveppir

- Auglýsing -

2 msk. gróft sjávarsalt
1 msk. nýmalaður svartur pipar
5 msk. olía

Hitið ofninn í 180°C. Sjóðið kartöflurnar í potti þar til þær eru næstum því alveg tilbúnar, sigtið vatnið frá og kremjið þær svo með lófanum, setjið 3 msk. af olíu yfir þær og inn í ofn. Kartöflurnar þurfa 25 mín. í ofninum.

Notið 2 msk. af olíu og hitið á pönnu. Mynd /www.pixabay.com

Hitið pönnuna á háum hita með 2 msk. af olíu. Þerrið steikurnar með eldhúsbréfi og setjið 1 msk. af salti og 1 msk. af pipar á þær. Látið þær á pönnuna og steikið í um 3-4 mín. á hvorri hlið og setjið í eldfast mót. Mögulega sama mót og kartöflurnar en sitt hvort er í góðu lagi. Hafið steikurnar í ofninum þar til kjarnhitinn er 50-60°C, eða miðlungssteiktar. Látið steikurnar hvíla í nokkrar mínútur áður en þær eru bornar fram.

- Auglýsing -

Ekki þrífa pönnuna eftir steikinguna á kjötinu, heldur setjið sveppina á hana og steikið þá með ½ msk. af salti þar til þeir eru orðnir mjúkir. Bætið þeim við í eldfasta mótið með kjötinu. Hrærið truffluolíunni saman við majonesið. Saltið svo kartöflurnar með restinni af saltinu og berið fram.

Umsjón og stílisti / Gunnar Helgi Guðjónsson
Aðalmynd / Hákon Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -