Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Bilaðslega gott blini – fullkomið í partýið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppskrift að rétti sem er tilvalinn í áramótapartíið.

Blini með rauðrófum og reyktum makríl
u.þ.b. 20 stykki

Blini:
100 g hveiti
¼ tsk. salt
½ tsk. lyftiduft
1 egg, rauðan skilin frá hvítunni
1 ½ dl mjólk
25 g smjör, brætt

Hrærið saman hveiti, salt og lyftiduft í meðalstórri skál. Búið til holu í miðju á þurrefnunum og hellið eggjarauðunni ofan í ásamt 1 dl af mjólkinni. Hrærið saman þar til allt er orðið kekkjalaust. Hrærið restina af mjólkinni og smjörinu saman við.
Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða þykkar og stífar. Blandið varlega saman við.
Hitið pönnu yfir meðalháum hita. Setjið u.þ.b. eina matskeið af deigi á pönnuna og hafið ágætisbil á milli. Steikið þar til það fara að myndast loftbólur ofan á deiginu, u.þ.b. 2 mínútur. Snúið þeim við og steikið í 1 mínútu til viðbótar. Flytjið yfir á grind og endurtakið þar til allt deigið er búið. Blini má geyma í kæli, hulið plastfilmu, í sólarhring.

Rauðrófukrem
1 meðalstór rauðrófa, skræld og rifin gróft
2 msk. sýrður rjómi
salt og pipar

Blandið rauðrófum og sýrðum rjóma saman í skál. Bragðbætið með salti og pipar.

- Auglýsing -

Samsetning
2 flök heitreyktur makríll
steinseljulauf

Notið matskeið til að setja haug af rauðrófukremi á blini, leggið bita af reyktum makríl ofan á og skreytið með steinseljulaufi. Raðið á bakka og berið fram.

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir og Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -