Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Bolludagurinn tekinn alla leið – Sænskar kjötbollur í brúnni sósu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Er ekki alveg tilvalið að enda bolludag á að gæða sér á klassískum kjötbollum með bragðmikilli sósu?

 

Gott ráð er að steikja eina bollu fyrst og smakka. Þá er auðvelt að bæta við salti, pipar, kryddum eða hverju sem þurfa þykir til að bragðbæta farsið.

Í stað þess að steikja kjötbollur upp úr olíu á pönnu má eins elda þær í ofni. Hitið ofn í 200-220°C. Raðið bollunum á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið bollurnar í 15-25 mín. eftir stærð. Til þess að fá þær fallega brúnaðar má setja þær örstutt undir grillið í ofninum.

 

Sænskar kjötbollur í brúnni sósu
12-14 stk.

1 lítill laukur, skorinn góft
1 dl brauðrasp
½ dl mjólk
¼ tsk. allrahanda kryddblanda
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
500 g kjöthakk, gott að blanda saman nautahakki og grísahakki
olía til steikingar

- Auglýsing -

sósa:

1 msk. olía
1 msk. smjör
2 msk. hveiti
3 ½ dl kjötsoð (eða vatn og einn nautateningur)
1 dl rjómi
2 msk. berjasulta, t.d. rifsberja- eða lingon-sulta
2 tsk. Worchestershire-sósa
hnefafylli ferskt dill, saxað

Setjið allt nema kjöthakk í matvinnsluvél og látið ganga þar til allt er vel samlagað. Blandið saman við hakkið og látið blönduna standa í 20-30 mín. Mótið kjötbollur, hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar á öllum hliðum þannig að þær brúnist fallega (þær þurfa ekki að vera steiktar í gegn).

- Auglýsing -

Takið af pönnunni og haldið þeim heitum (gott að setja þær á disk með álpappír yfir) á meðan sósan er útbúin.

Setjið olíu og smjör á pönnuna og látið bráðna saman. Bætið hveiti út í og hrærið vel. Setjið þá soðið saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel á milli. Látið sjóða saman í nokkrar mín. Bætið þá rjóma, sultu og Worchestershire-sósu út í og bragðbætið með salti og pipar.

Setjið bollurnar í sósuna og látið þetta malla saman undir loki í stutta stund eða þar til þær eru eldaðar alveg í gegn. Dreifið fersku dilli yfir þegar rétturinn er borinn fram.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -