Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Bragðgóður og einfaldur kjúklingaréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Asískir wok-pönnuréttir eru einfaldir í gerð enda allt eldað á einni pönnu. Í slíkum réttum eru oft mörg innihaldsefni og því sýnast þeir gjarnan flóknari en þeir eru í raun og veru. Ágætt er að koma sér upp grunni fyrir asíska matargerð sem auðveldar matreiðsluna en þá er allt við höndina þegar upp kemur löngun til þess að elda gómsæta asíska rétti. Þessi kjúklingaréttur er virkilega bragðgóður.

 

KJÚKLINGUR Í HNETUSMJÖRSSÓSU

fyrir 4

2 msk. bragðlítil olía til steikingar
2 rauðar paprikur
1 laukur, saxaður
4 kjúklingabringur, skornar í litla
munnbita
2 cm biti engifer, saxaður
300 g sykurbaunir

SÓSA
2 dl hnetusmjör
2-3 tsk. sambal oelek
3 msk. sojasósa
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 msk. vatn
1 dl kókosmjólk eða nýmjólk
salt og pipar eftir smekk
handfylli af jarðhnetum eða
kasjúhnetum
2 msk. steinselja, söxuð

Steikið paprikur og lauk í 5-7 mín. eða þar til þær eru mjúkar. Bætið kjúklingabitum, engiferi og sykurbaunum saman við og steikið áfram í 7-10 mín. Blandið öllu sem á að fara í sósuna og hellið yfir það sem er á pönnunni og bragðbætið með salti og pipar. Látið krauma við vægan hita í 3-5 mín. Takið af hitanum. Stráið jarðhnetum og saxaðri steinselju yfir réttinn og berið fram með hrísgrjónum.

 

- Auglýsing -

Umsjón/ Bergþóra Jónsdóttir 
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -