Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Brjálæðislega gott: Brokkólíbaka með chili-aldini, spínati og ísbúaosti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grænmetisréttir eru hagkvæmir fyrir budduna og síðast en ekki síst hafa margir réttir þar sem grænmeti er í aðalhlutverki þann eiginleika að geta staðið einir og sér sem frábær máltíð eða gegnt hlutverki dýrindis meðlætis með lítilli fyrirhöfn. Hér er einn ferlega góður sem er á flestra færi.

Brokkólíbaka með chili-aldini, spínati og ísbúaosti

3 msk. smjör
2 msk. hveiti
5 dl grænmetissoð (úr fernu eða vatn+grænmetisteningur)
3 dl mjólk
50 g Óðals-Jarlsostur, rifinn
150 g spínat
1 brokkólíhöfuð (spergilkál), meðalstórt
1 rautt chili-aldin
4 msk. parmesan-ostur, rifinn
2 tsk. salt
1 tsk. svartur pipar

Hitið ofninn í 200°C. Bræðið smjörið í potti við meðalhita. Bætið hveitinu smám saman út í og hrærið vel. Setjið soðið smátt og smátt saman við og hrærið mjög vel í á meðan, annars verður sósan kekkjótt. Bætið mjólkinni smátt og smátt saman við ásamt rifna Jarls-ostinum og látið sósuna krauma við hægan hita þar til osturinn er bráðnaður. Skolið spínatið og þerrið það dálítið. Skolið spergilkálið og brjótið það niður í litlar greinar. Fræhreinsið chili-aldinið og skerið í þunnar sneiðar. Blandið spínati, spergilkáli og chili-aldininu saman í skál og hellið sósunni saman við. Blandið öllu vel saman og setijð í eldfast mót. Dreifið parmesan-ostinum yfir og bakið í 20-25 mín. Berið fram með fersku salati og nýbökuðu brauði eða sem meðlæti með steikinni.

Umsjón / Sólveig Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -