Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Brjálæðislega gott vegan-lasagna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vegan-lasagna sem sló í gegn í tilraunaeldhúsi Gestgjafans.

 

Þetta hefðbundna ítalska lasagna sem við þekkjum í dag byggist á kjötsósu úr gæðanautakjöti og tómötum, lauk og kryddi og bechamel-sósu sem búin er til úr hveiti, mjólk og smjöri. Margskonar útgáfur eru til af þessum fræga rétti og á hvert hérað og hver fjölskylda á Ítalíu sína uppskrift. Hægt er að leika sér á fjölbreyttan hátt með lasagna og við bjóðum hér upp á frábært vegan-lasagna sem sló í gegn í tilraunaeldhúsi Gestgjafans.

VEGAN-LASAGNA MEÐ KASJÚHNETU-TÓFÚOSTASÓSU

fyrir 4-6

Þessi réttur virðist í fyrstu vera flókinn en hann er það alls ekki. Hins vegar er nauðsynlegt að eiga matvinnsluvél til að útbúa hann.

700 g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í teninga
2 stk. rauðlaukar, saxaðir
3 tsk. sjávarsalt
2 tsk. mulinn pipar
5 msk. ólífuolía
1 stórt eggaldin, skorið í teninga
1 tsk. óreganó, þurrkað
1 tsk. timían, þurrkað
kasjúhnetu-tófúostasósa (sjá uppskrift)
grænt pestó (sjá uppskrift)
9 lasagnaplötur, án eggja, soðnar í saltvatni í 3-4 mín.

Hitið ofninn í 180°C. Setjið sætar kartöflur og lauk í eldfast mót, kryddið með sjávarsalti og pipar og blandið 2 msk. af ólífuolíu saman við, bakið í 30 mín. Setjið eggaldinið í skál og stráið 1 tsk. salti yfir og blandið vel.

- Auglýsing -

Látið liggja í 10-15 mín. Hellið safanum frá og kreistið varlega teningana, kryddið með óreganó og timían og steikið upp úr 2 msk. af ólífuolíu þar til teningarnir verða gullinbrúnir og fallegir.

KASJÚHNETU-TÓFÚOSTASÓSA
4 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k. klst.
450 g tófú, mjúkt
4 msk. næringarger, fæst í flestum stórmörkuðum
4 msk. nýkreistur sítrónusafi
1 tsk. sjávarsalt, eða eftir smekk
1 tsk. pipar, eða eftir smekk
1 tsk. þurrkuð basilíka
1 tsk. óreganó, þurrkað
3 hvítlauksgeirar

Setjið kasjúhnetur í blandara og blandið þar til hneturnar verða alveg að mauki. Setjið svo allt annað saman við og blandið þar til áferðin verður silkimjúk. Smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.

- Auglýsing -

GRÆN PESTÓSÓSA
handfylli fersk basilíka, söxuð
handfylli fersk steinselja, söxuð
3 msk. næringarger
1 dl furuhnetur, ristaðar
4 hvítlauksgeirar
1 tsk. sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður pipar
1 ½ dl ólífuolía

Setjið basilíku, steinselju, næringarger, hnetur, hvítlauk, salt og pipar í matvinnsluvél, blandið þar til allt verður að mauki, stoppið vélina annað slagið og skafið með fram hliðunum. Lækkið hraðann á vélinni og bætið ólífuolíunni rólega saman við. Berið sósuna fram með lasagnaréttinum.

SAMSETNING
Smyrjið smávegis af ostasósunni í botninn á eldföstu móti og raðið 3-4 lasagnaplötum yfir, því næst 1/3 af grænmetinu, svo aftur ostasósu. Endurtakið þar til allt er búið. Endið á ostasósu og grænmeti.

Setjið álpappir yfir formið og bakið í 30 mín. Að nota næringarger virkar ekki mjög freistandi fyrir þá sem það ekki þekkja. En það gefur gott ostabragð og einnig nokkurn hnetukeim.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -