Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Chili con carne: Áttu mikið hakk í fyrsti – hér er hugmynd að rétti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Chili con carne er vinsæll réttur víða um heim. Í Ameríku eru til chili con carne aðdáendaklúbbar sem hafa það eitt að markmiði að safna uppskriftum að réttinum, elda hann, smakka og njóta. Til eru ýmsar útgáfur af honum, ýmist notað nautahakk, nautakjötsbitar eða jafnvel kjúklingur. Nánast alltaf er notuð reykt paprika en það er einmitt hún sem gefur réttinum sitt einstaka bragð.

 

Chili con carne

fyrir 4

Reykta paprikan gerir þennan gómsæta hakkrétt sérstakan og gómsætan. Súkkulaðið ýtir undir reykbragðið og gerir það enn meira spennnandi, ráðlegt er að setja hluta af súkkulaðinu fyrst og smakka sig svo áfram.

2-3 msk. olía
1 laukur, saxaður
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 rauður chili-aldin, saxaður
600 g gæða nautahakk
1 kúfuð tsk. kumminduft
1 kúfuð tsk. reykt paprika (smoked
paprika, fæst frá Pottagöldrum)
1 dós góðir saxaðir tómatar (nota
tómata og safa)
1 msk. tómatmauk
1 dl rauðvín (má vera aðeins meira eða
um 1-2 dl)
1 dl vatn
1 teningur nautakraftur
1 dós nýrnabaunir, safi sigtaður frá
20-30 g súkkulaði 85% (kannski
minna, eftir smekk)
salt og nýmalaður pipar
handfylli steinselja, söxuð eða
kóríander

Rétturinn undirbúinn. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Steikið lauk í olíu við vægan hita þar til laukurinn fer að verða glær. Bætið hvítlauk og chilialdin í síðustu mínúturnar. Bætið nautahakki í pottinn og steikið með lauknum. Setjið krydd, kummin og papriku út í og steikið með í 1-2 mín.

Bætið tómötum, tómatmauki, rauðvíni, vatni og nautateningi í pottinn og hrærið saman við. Látið þetta malla við vægan hita undir loki í 40-50 mín. Bætið nýrnabaunum saman við í lok suðutímans, þær eru soðnar en þurfa að hitna vel í gegn. Bætið súkkulaði út í og látið bráðna saman við. Bragðbætið með salti og pipar og bætið e.t.v. chili-flögum í ef ykkur finnst rétturinn mega vera sterkari.

- Auglýsing -
Bætið nautahakki í pottinn og steikið með lauknum. Setjið krydd, kummin og papriku út í og steikið með í 1-2 mín. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Sáldrið steinselju eða kóríander yfir. Berið Chili con carne fram með maísflögum, (best að nota án bragðefna), og sýrðum rjóma. Gott er að hita maísflögurnar í ofni smástund áður en þær eru bornar fram. Ef afgangur er af kjötréttinum er gott að drýgja hann daginn eftir með því að baka kartöflubita, gjarnan blöndu af sætum kartöflum og hvítum og bera fram með afgangnum af réttiunum.

Veltið þeim upp úr olíu, setjið í 180°C heitan ofn í 30-40 mín. Steikið lauk og ferska papriku í smávegis af olíu og hellið yfir kartöflurnar þegar þær eru tilbúnar.

Bætið súkkulaði út í og látið bráðna saman við. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Umsjón/Sigríður Björk Bragadóttir og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir/Ernir Eyjólfsson

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -