Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Creme brulée í nokkrum einföldum skrefum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Klassískur eftirréttur sem er auðvelt að útbúa.

Creme brulée er uppáhald margra.

Brenndur rjómi, eða creme brulée, er mjög auðvelt að laga. Þessi vinsæli eftirréttur er gjarnan í boði á veitingahúsum og uppáhald margra.

Hægt er að bræða sykurinn á yfirborðinu undir grilli en einnig með gasbrennara ef þið eigið hann.
Gott er að nota aðeins litaðan sykur á yfirborðið, hann brennur betur en sá hvíti.

CREME BRULÉE

fyrir 6

5 dl rjómi eða matreiðslurjómi

1 vanillustöng

- Auglýsing -

80 g sykur

6 eggjarauður

3 msk. hrásykur (t.d. demera-sykur)

- Auglýsing -

Hér er það sem þarf í creme brulée.

1. Allt gert tilbúið. 2. Þeytið eggjarauður og sykur saman. 3. Hellið rjóma gegnum út í eggjamassa og þeytið saman.

1. Hitið ofninn í 140°C. Setjið rjóma í pott. Kljúfið vanillustöng eftir endilöngu og skafið kornin í pottinn, hitið rjómann með kornunum og vanillustönginni að suðu. Látið standa í 10-20 mín.

2. Þeytið eggjarauður og sykur létt saman.

3. Hellið rjómanum, gegnum sigti, út í eggjamassann og þeytið létt saman.

4. Skiptið blöndu í 6 form. 5. Bakið í ofni. 6. Stráið hrásykri á yfirborð og bræðið með brennara eða undir heitu grilli.

4. Setjið 6 form í ofnskúffu og skiptið blöndunni í þau (1 ½ dl form).

5. Sjóðið vatn í potti eða katli og hellið í skúffuna. Bakið þetta í 25 mín. og kælið síðan. Þetta má allt gera daginn áður og geyma í ísskáp en sykurbráðina er best að gera rétt áður en bera á réttinn fram.

6. Stráið hrásykri á yfirborðið á hverju formi og bræðið sykurinn með brennara eða undir heitu grilli.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -