Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Dásamlega góð kaka á sunnudegi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Döðlukaka með ávöxtum svíkur engan.

Hér er uppskrift að ljúffengri döðluköku. Ávextirnir sem hér eru flokkast undir ofurfæðu og eru bara tillaga. Þið getið auðvitað notað þá ávexti sem ykkur finnast bestir.

Döðlukaka með ávöxtum.

Döðlukaka með ávöxtum
fyrir 8

Botn:
500 g þurrkaðar döðlur
3 dl vatn
½ dl kókosolía, mýkt í vatnsbaði
1 stór, þroskaður banani eða 2 litlir
2 msk. hunang eða agave-síróp
1 ½ dl tröllhafrar

Ofan á:
2 kíví, skræld og skorin í bita
1 dl bláber
100 g jarðarber, skorin í tvennt
kjarnar úr ½ granatepli
100 g 70% súkkulaði, gróft saxað
50 g ristaðar valhnetur eða pekanhnetur, gróft saxaðar, eða grófar, ristaðar kókosflögur

Sjóðið döðlur í vatni í 10 mín. Látið standa í 15 mín. og sigtið svo vatnið frá. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og maukið vel ásamt kókosolíu, banana, sætuefni og tröllhöfrum. Setjið maukið í form sem er u.þ.b. 20×30 cm, kælið. Raðið ávöxtum, súkkulaði og hnetum eða kókosflögum ofan á og berið fram með þeyttum rjóma.

Trefjaríkir hafrar eru jafnvel enn hollari en áður hefur verið talið og sýna nýjar rannsóknir að þeir minnka ekki bara líkurnar á hjartasjúkdómum heldur einnig tegund 2 sykursýki.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -