Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Dásamlegar hafrasmákökur með súkkulaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumir baka ótalmargar sortir fyrir jólin og keppast við að fylla allar áldollur af margvíslegu bökuðu góðgæti á meðan aðrir eiga eina til tvær uppáhaldsuppskriftir sem þykja ómissandi. Hvort sem kökurnar eru bornar fram með stöku mjólkurglasi fyrir börnin eða á fallegum bökkum í kaffiboðinu er eitt víst, jólin væru fátæklegri án þessara ljúfu bita.

 

Hér kemur ein skotheld uppskrift að gómsætum smákökum.

Hafrasmákökur með súkkulaði
u.þ.b. 25 smákökur

150 g hveiti
1 tsk. kanill
1 ½ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
160 g ósaltað smjör við stofuhita
140 g ljós púðursykur
70 g sykur
1 stórt egg
1 tsk. vanilludropar
150 g tröllahafrar
150 g súkkulaði, saxað og sigtað. Gott er að nota blöndu af dökku súkkulaði og mjólkursúkkulaði.

Hrærið hveiti, kanil, matarsóda og salt saman í skál. Hrærið smjörið í hrærivélinni í nokkrar mínútur, eða þar til smjörið verður mjúkt og slétt.

Hrærið ljósa púðursykurinn og sykurinn saman við þar til það verður létt og kremkennt. Bætið egginu og vanilludropunum út í og hrærið á hægum hraða í 15-30 sekúndur eða þar til allt hefur rétt náð að blandast saman.

Hrærið þurrefnin saman við í tveimur hollum og hrærið þar til allt hefur rétt náð að blandast saman. Setjið hafrana og saxaða súkkulaðið saman við og notið sleikju til að blanda því saman við deigið.

- Auglýsing -

Geymið deigið inni í ísskáp í hálftíma. Hitið ofninn í 160°C. Leggið bökunarpappír ofan á ofnplötu. Takið rúmlega eina matskeið af deigi og rúllið á milli handanna þar til það er orðið að litlum bolta og leggið síðan á bökunarplötuna.

Bakið í 18-20 mínútur eða þar til kökurnar gyllast á endunum. Látið smákökurnar kólna á grind.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Stílisti/ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -