Fimmtudagur 24. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Diddú finnst erfiðast að syngja yfir ungum börnum: „Því sorgin er svo áþreifanleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngdíva Íslands, Diddú er í forsíðuviðtali í nýjasta blaði Víns og matar, sem Mannlíf gefur út. Hér má sjá brot úr viðtalinu.

Við gengum inn í eldhúsið, þar sem hún var búin að baka focaccia-brauð sem var snætt með burrata-osti og ansjósum, aspaspasta með reyktum silungi og fallegu salati með fíkjum. Inni í þessu litla, krúttlega eldhúsi var allt eins og hún – sérstakt, fullt af bókum, barnaleikföngum og týpulegum skrautmunum. Allir hlutir eiga sinn stað, en kannski ekki alltaf sama staðinn – svolítið eins og Diddú. Hún var eins og ég hafði ímyndað mér hana, nema svo miklu mannlegri, hún sýndi manninum sínum svo mikinn kærleika og henni þykir hann greinilega enn jafn fyndinn og þegar þau kynntust á jólaballi fyrir næstum 50 árum, þar sem hún settist í fangið hans og eins og hún sagði „og ég sit þar enn“, með stóra brosið sitt sem við þekkjum öll.

Ég hef fundið styrk einhvers staðar frá við söngstörf

Ég spyr hana hvað sé erfiðasta aðstaða sem hún upplifi í tónlist og þá birtist þessi engill í mannsmynd og yfirbragðið breytist og verður áþreifanlega ljúft og allar hreyfingar verða mjúkar og hún segir: „Það erfiðasta er að syngja yfir ungum börnum, því þar þarf ég að brynja mig og verða líknandi ljós í þrúgandi sorg aðstandenda og ég hef fundið fyrir handleiðslu einhvers æðri máttar og upplifað að það er unnið í gegnum sönginn hjá mér. Svo sterkt hef ég fundið fyrir því, að ég fékk sjálf gæsahúð. En svona aðstæður geta verið þrúgandi, því sorgin er svo áþreifanleg. En ég er þakklát fyrir að geta verið líknandi í þeim aðstæðum.“

Hægt er að lesa allt viðtalið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -