Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Döðlukaka með engifer og karamellu – bragðast best volg með þeyttum rjóma eða ís

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karamella fullkomin leið til þess að gera vel við sig og við mælum með þessari dásamlegu köku ef þið viljið slá í gegn. Hún bragðast best volg, borin fram með þeyttum rjóma eða jafnvel ís. Deigið er mjög þunnt og því verður kakan alveg sérstaklega blaut og gómsæt.

 

Döðlukaka með engifer og karamellu

fyrir 12

200 g döðlur
1 tsk. matarsódi
3 dl sjóðandi vatn
80 g mjúkt smjör
2 dl (vel þjappaðir) muscovado-sykur
eða púðursykur
2 tsk. engiferduft
3 stór egg
2 dl hveiti
1 ½ tsk. lyftiduft
3-4 stk. sultaður engifer, gróft skorinn

Stillið ofn á 180°C. Setjið döðlur í skál ásamt matarsóda og sjóðandi vatni og látið standa í 10-20 mín. Matarsódinn hjálpar til við að mýkja döðlurnar. Hrærið saman smjöri, muscovado-sykri og engiferdufti, þar til blanda er létt og ljós. Bætið eggjum saman við einu í einu.

Sigtið hveiti og lyftiduft út í og bætið að lokum döðlunum út í ásamt vatninu. Deigið á að vera þunnt. Hellið því í stórt smurt eða bökunarpappírsklætt jólakökuform og dreifið sultuðum engifer yfir. Bakið í 15 mín. og lækkið þá ofnhitann niður í 170°C og bakið í 40-50 mín.

Takið kökuna úr ofninum og látið hana standa í 15-20 mín. áður en hún er tekin úr forminu.

- Auglýsing -

Karamellukrem

3 ½ dl sykur
6 msk. vatn
6 msk. smjör
1 ¾ dl rjómi

Setjið sykur og vatn saman í þykkbotna pott og hitið. Gætið þess að hræra ekki of mikið í pottinum. Þegar blandan fer að sjóða er best að hreyfa pottinn aðeins til á hellunni annað slagið en alls ekki hræra.

- Auglýsing -

Notið sílikonpensil og vatn til þess að pensla niður sykurklumpa sem geta myndast í hliðum pottsins. Þetta kemur í veg fyrir að karamellan kristallist. Þegar sykurblandan er búin að ná nokkuð dökkum gylltum lit er smjörinu bætt út í og hrært í þar til það hefur bráðnað alveg. Takið þá pottinn af hitanum og látið standa í nokkrar sekúndur.

Setjið rjómann varlega saman við, athugið að fara varlega því karamellan mun bullsjóða. Hrærið þar til allt er vel samlagað og setjið karamelluna í hreina krukku. Látið kólna.

Umsjón/Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir/Ernir Eyjólfsson
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -