Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Ég fæ kvíðakast við að bara heyra minnst á béarnaise“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi er sælkeri Gestgjafans. Hennar fyrsta matarminning er „Fiskur, kartafla og tómatsósa, stappað í fjall,“ og hér fyrir neðan má lesa nokkur af svörum Ingu við spurningum Gestgjafans.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Úr eigin smiðju væri það arabískur kjúklingur og kúskús með alls konar skemmtilegheitum. Af því sem einhver annar eldar verð ég að viðurkenna að ég hugsa frekar oft um lakkríslambið á Tapasbarnum.

Hvað er það flóknasta sem þú hefur eldað?

Ég fæ kvíðakast við að bara heyra minnst á béarnaise. Ég veit að þetta eru engin eldflaugavísindi, en ég reyndi að gera béarnaise frá grunni einhver jólin og allt fór í klessu og ég hef bara verið hálftrámatíseruð síðan þá.

Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað?

- Auglýsing -

Þegar ég var í Kaospilot-námi í Árósum snæddum við stundum í mötuneytinu í arkítektaskólanum í næstu götu. Þar var oft eitthvað fremur framandi á föstudögum, þannig að ég hef alveg smakkað kengúru og krókódíl og eitthvað fleira. Það toppar samt ekki fyrstu og einu máltíðina sem maðurinn minn eldaði fyrir mig. Hann sauð hakk og grýtumix upp úr vatni og bar það fram í pottinum. Án alls meðlætis. Ég hef séð um matseldina síðan. Hann hefur aðra kosti.

Hvað langar þig mest í í fermingarveislum?

Ég er uggandi yfir stöðu brauðréttarins. Hann er aðalástæðan fyrir því að ég tek að mér að nefna börn og ferma unglinga. Nú er meira móðins að slá upp Costco-veislum með barbíkjúböðuðum kjúklingaspjótum, en það toppar náttúrlega aldrei nokkurn tímann aspas-skinku-brauðkássuna sígildu.

- Auglýsing -

Áttu þér einhverja veika hlið í eldhúsinu?

Já. Ég er subbulegur kokkur, í takt við annan subbuskap í lífinu.

Hvaða þrjú hráefni tækirðu með þér á eyðieyju?

Æi, er ekki bara langpraktískast að taka með sér hráefni í hæk-brauð? Endist vel og er seðjandi, þótt það geri þig náttúrlega ekki glimrandi hamingjusama til langframa. Sekkur af hveiti, flaska af matarolíu og kassi af lyftidufti. Svo geri ég ráð fyrir að eyðieyjan sé umkringd sjó og ég geti þannig náð mér í smávegis salt til að bragðbæta þetta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -