Laugardagur 14. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Eggaldinbaka með tómötum og parmesan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eggaldinbaka

1 klst. og 10 mín.
3 lítil eggaldin
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
1 flaska maukaðir tómatar (tómatpassata)
3 msk. ferskt óreganó, saxað
4 msk. fersk basilíka, söxuð
1 tsk. svartur pipar
3 egg
400 g kotasæla
50 g + 2 msk. parmesan-ostur, rifinn

Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Skolið og skerið eggaldinin í frekar þunnar sneiðar eftir endilöngu. Raðið þeim á bökunarplötu með bökunarpappír, dreypið ólífuolíunni yfir og stráið salti ofan á. Bakið í 25 mín.
Setjið maukaða tómata í skál og blandið óreganó, basilíku og pipar saman við.
Takið fram aðra skál og blandið eggjum, kotasælu og 50 g af rifnum parmesan-osti saman.

Raðið einföldu lagi af eggaldinsneiðum í eldfast mót. Jafnið tómatblönduna ofan á og
dreifið kotasælublöndunni þar yfir. Raðið öðru lagi af eggaldinsneiðum ofan á, tómatblöndu og loks kotasælublöndu og endurtakið þar til eggaldinsneiðarnar eru uppurnar.

Endið á því að setja kotasælublöndu efst og dreifið 2 msk. af rifnum parmesan-osti ofan á áður en mótið er sett inn í ofn og rétturinn bakaður í um 30 mín. eða þar til osturinn byrjar að brúnast örlítið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -