- Auglýsing -
Eggaldinbaka
1 klst. og 10 mín.
3 lítil eggaldin
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
1 flaska maukaðir tómatar (tómatpassata)
3 msk. ferskt óreganó, saxað
4 msk. fersk basilíka, söxuð
1 tsk. svartur pipar
3 egg
400 g kotasæla
50 g + 2 msk. parmesan-ostur, rifinn
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Skolið og skerið eggaldinin í frekar þunnar sneiðar eftir endilöngu. Raðið þeim á bökunarplötu með bökunarpappír, dreypið ólífuolíunni yfir og stráið salti ofan á. Bakið í 25 mín.
Setjið maukaða tómata í skál og blandið óreganó, basilíku og pipar saman við.
Takið fram aðra skál og blandið eggjum, kotasælu og 50 g af rifnum parmesan-osti saman.