Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Einfaldur og góður eftirréttur – bakaðar plómur með kókosflögum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þetta er einstaklega bragðgóður réttur og einfaldur að gerð. Hráefnið fær að njóta sín en ekkert jafnast á við litla eða stóra rjómaslettu til að fullkomna allt saman. Fyrirhafnarlítill réttur sem er fljótlegt að skella í þó svo að bökunartíminn sé í lengri kantinum.

 

Bakaðar plómur með kókosflögum

fyrir 6-8

8 plómur
3 tsk. sykur
1 tsk. vanilluduft eða 1 vanillustöng
1 kanilstöng
handfylli kókosflögur

Hitið ofninn í 180°C. Skerið plómurnar til helminga og raðið í eldfast mót. Ef þið náið steinunum ekki auðveldlega úr, bakið þá með og takið úr þegar plómurnar eru tilbúnar. Blandið sykri og vanilludufti saman og stráið yfir plómurnar. Ef vanillustöng er notuð, skerið hana eftir endilöngu og skafið fræin úr og dreifið um mótið.

Setjið kanilstöngina líka í mótið. Setjið kókósflögurnar á þurra heita pönnu og ristið þar til þær fá á sig brúnan lit. Hrærið í á meðan og fylgist vel með því þær brenna auðveldlega. Bakið plómurnar í 30 til 40 mínútur. Stráið kókosflögunum yfir plómurnar þegar þær koma út úr ofninum.

Gott er að bera þeyttan rjóma fram með þessum rétti.

- Auglýsing -

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Kristín Dröfn Einarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -