Föstudagur 24. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Einfaldur og góður eftirréttur sem slær alltaf í gegn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Crumble“ er á ensku notað yfir rétti sem þaktir eru einhvers konar mylsnu og hér er einn virkilega gómsætur sem auðvelt er að rigga upp ef gesti ber óvænt að garði.

 

Eplamylsnubaka með karamellu og salthnetum.

Eplamylsnubaka með karamellu og salthnetum
fyrir 8

Mylsna
3 dl haframjöl
1 dl púðursykur
½ dl hveiti
70 g kalt smjör, skorið í bita
1 dl karamellukurl (má sleppa)
2 dl salthnetur, gróft saxaðar

Setjið haframjöl, púðursykur og hveiti saman í skál. Myljið smjörið saman við. Bætið karamellukurli og salthnetum við í lokin.

Fylling
1 ½ dl rjómi
1 ½ dl púðursykur
80 g smjör
5 græn epli, afhýdd og skorin í sneiðar
1 tsk. salt

Stillið ofn á 180°C. Setjið rjóma, púðursykur og smjör saman á pönnu og látið sjóða saman í 5 mín. eða þar til blandan hefur þykknað og líkist karamellu. Bætið eplum saman við og blandið varlega. Látið þau mýkjast aðeins í karamellunni, í 4-6 mín. og hellið síðan blöndunni i eldfast mót. Stráið svolitlu salti yfir og loks mylsnunni. Bakið í 25-30 mín. Það getur verið gott að setja álpappír yfir formið undir lokin ef karamellukurlið er farið að dökkna of mikið.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti /Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -