Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Einfaldur réttur sem hentar vel í miðri viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nautahakk er eitthvað sem margir grípa til á virkum dögum enda hráefni sem hentar í fljótlega og einfalda rétti. Ef þið viljið breyta út frá hinu hefðbundna hakk og spaghetti eða kjötbollum er tilvalið að prófa innbakað nautahakk.

 

Innbakað nautahakk
fyrir 4-6

300 g nautahakk
2 msk. olía
50 g chorizo-pylsa, smátt söxuð
150 g soðnar kartöflur, skornar í litla
bita
1 tsk. reykt paprika
2 msk. dijon-sinnep
2 msk. tómatsósa
3 msk. rjómaostur
salt og pipar
2 plötur smjördeig (fást tilbúnar
upprúllaðar)
1 eggjarauða, pískuð

Byrjið á því að brúna hakkið í olíu á pönnunni með chorizo-pylsunni. Bætið restinni af hráefninu út á pönnuna og látið allt malla saman í 10-15 mínútur.

Hitið ofninn í 180°C. Rúllið annarri smjördeigsrúllunni á bökunarpappírsklædda ofnplötu, setjið fyllinguna á miðjuna, ekki alveg út í kant. Áður en hin rúllan er lögð yfir er gott að strá dálitlu af hveiti á hana, brjóta hana í tvennt og skera raufar í miðjuna, taka hana síðan upp og leggja hana varlega ofan á fyllinguna.

Þrýstið brúnunum vel saman og penslið með eggjarauðu. Bakið í 30 mínútur eða þar til bakan er orðin fallega gyllt að lit. Takið úr ofninum og látið kólna aðeins áður en rétturinn er borinn fram með salati og sýrðum rjóma.

- Auglýsing -

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Katrín Rut Bessadóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -