Þetta heimatilbúna konfekt geri ég hver einustu jól. Það er ótrúlega einfalt og dásamlega gott með kaffinu!
Hráefni:
1 stór marsípan lengja
2 núggat stykki
200 gr suðusúkkulaði
kókos
flórsykur (til að fletja út marsípan)
Aðferð:
1. Stráið flórsykri á borð og fletjið út marsípan í þunnan ferning. Bræðið núggat í vatnsbaði og smyrjið á marsípanið.
2. Rúllið upp í lengju líkt og þið séuð að gera kanilsnúða
3. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og látið leka yfir marsípanlengjuna, skreytið með kókos og skerið í nokkra bita
4. Geymið í kæli yfir nótt þar til súkkulaðið er orðið hart.
Þetta heimagerða konfekt geymist í kæli yfir jólin og er bæði gott kalt og við stofuhita!