Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Einfalt og æðislegt glóðbrauð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brauð býður upp á fjölbreytta möguleika í matargerð, allt frá raspi upp í fágað smurbrauð. Í raun er hægt að töfra fram dýrindismáltíð á brauði með lítilli fyrirhöfn, lykilatriði er að nota gott hráefni. Brauðið sjálft þarf að vera gott, svo og það sem sett er ofan á það.

Til að brauð verði að sælkeramáltíð er gott að hafa nokkur atriði í huga, eins og að rista brauðið, nota kryddjurtir, góða olíu, pestó, ýmis mauk, piparrót og kaldar sósur. Einnig er gaman að nýta það sem finnst úti í náttúrunni, eins og til dæmis túnsúru, hundasúru og arfa. Sniðugt er einnig að nýta afganga, til dæmis af kjöti eða fiski. Glóðbrauðin sem við gefum ykkur uppskriftir að í þessum þætti eru tilvalin sem léttur sumarlegur hádegisverður en einnig eru uppskriftirnar tilvaldar í veislur.

Glóðbrauð með súkkulaði og sykurpúðum

4-6 snittubrauðsneiðar
3-4 msk. smjör
50 g 56% súkkulaði, smátt skorið
25-30 litlir sykurpúðar, u.þ.b. 4-6 á hverja sneið
1/3 dl heslihnetur, ristaðar, gróft saxaðar
1/3 dl pistasíuhnetur, gróft saxaðar

Hitið grillið í ofninum. Smyrjið brauð með smjöri og dreifið súkkulaði, sykurpúðum og heslihnetum yfir. Raðið á ofnplötu og setjið undir grillið í stutta stund eða þar til sykurpúðarnir hafa brúnast og súkkulaðið bráðnað aðeins, þetta ætti ekki að taka lengri tíma en u.þ.b. 5 mínútur. Athugið að þetta gerist hratt þannig að það þarf að fylgjast vel með. Litlu sykurpúðana fengum við í Söstrene Grene. Hægt er að nota stóra en þá verður að skera þá niður í litla bita.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Kristinn Magnússon
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -