Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Einstaklega einfaldur og bragðgóður kínverskur kjúklingaréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjúklingur er hráefni sem tekur mjög vel í sig bragð. Þess vegna er svo gott að nota hann þegar mismunandi krydd eru notuð. Þessi bragðmikli réttur er látinn malla í einum potti sem gerir matseldina einfalda.

 

Kínversk kjúklingalæri
fyrir 4-6

Þessi réttur er búinn að fylgja fjölskyldunni frá því ég man eftir mér. Hann er í uppskrfitabók sem fylgdi Römertopf-pottinum sem mamma keypti í kringum 1970. Mjög fljótlegur og bragðgóður. Ef þið eigið Römertopf-pott þá er náttúrulega tilvalið að nota hann.

5-6 kjúklingalæri, eða 1 kjúklingur hlutaður niður í bita
60 g smjör
salt
pipar
gott karrí
250 g sveppir, skornir í bita
6 stk. skalotlaukur, grófsaxaður langsum
1 dl möndlur, eða möndluflögur
1 dl rúsínur
sojasósa

Brúnið lærin (kjúklingahlutana) á pönnu í smjörinu, saltið og kryddið með pipar og karríi. Leggið lærin í ofnfast fat með loki og hellið safanum yfir. Setjið sveppi og lauk út í. Ef þið notið heilar möndlur, takið þá hýðið af og hlutið í tvennt (má líka nota möndluflögur).

Bætið þá möndlum og rúsínum saman við og að lokum sojasósu yfir allt. Blandið öllu létt saman. Steikið í 40-50 mín. við 220°C. Berið fram með hrísgrjónum.

- Auglýsing -

Umsjón / Guðný Þórarinsdóttir
Myndir / Karl Petersson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -