Hinn vinsæli rómversk ameríski veitingastaður MNKY HSE (Monkey House) í London mun helgina 6.-8. febrúar opna í Reykjavík þegar fimm manna teymi frá staðnum mun taka yfir veitingastaðinn Burro Tapas + Steaks.
Mnky Hse er nútímalegur og margverðlaunaður staður bæði fyrir mat og drykk og staðsettur í Mayfer í nágrenni við veitingastaðina Novikov og Sexy Fish. Tímaritin GQ og Esquire hafa bæði nefnt Mnky Hse sinn uppáhaldsveitingastað, þarna eru allar helstu stjörnur London fastakúnnar og þetta er eftirlætisstaður fótboltastjarnana og tískuiðnaðarins í London.
Þetta er í fyrsta sinn svona viðburður mun eiga sér stað hér á landi – þar sem jafn frægur og vinsæll veitingastaður mætir með sitt besta starfsfólk, matseðil og kokteilaseðil til Íslands. Burro mun loka í þessa þrjá daga og Íslendingum gefið það einstaka tækifæri að fara út að borða á Mnky Hse án þess að þurfa að yfirgefa landið.
Mnky Hse er í mikilli útrás og stefnir á opnun staða í vinsælustu borgum Mið-Austurlanda og Bandaríkjunum. Staðurinn gefur sig úr fyrir að vera í sama flokki og veitingastaðirnir Nobu og Zuma, einnig í London, – nútímalegir og hressir staðir.
Ljóst er að færri munu kosast að en vilja og því um að gera að panta borð sem fyrst.