Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Ekki áhættusamt að fara út að borða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við á Gestgjafanum og man.is höfum undanfarið heyrt í veitingafólki sem er margt uggandi yfir stöðunni, enda hefur viðskiptavinum fækkað verulega á síðustu vikum og dögum. Við spurðum starfsmann landlæknisembættisins hvort einhver áhætta fylgdi því að fara út að borða.

 

„Það er ekki áhættusamt að fara út að borða, svo lengi sem að fólk fer varlega og fylgir þessum ráðleggingum um smitgát,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis í samtali við man.is.

Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis.

„Meginstef í öllum ráðleggingum okkar er að fólk viðhafi góða smitgát, þ.e. þvoi hendur sínar reglulega með sápu og heitu vatni, spritti hendurnar og noti einnota þurrkur við hnerra eða hósta. Með þessum einföldu aðgerðum er hægt að lágmarka mögulegt smit. Nánar er hægt að lesa um þetta í kaflanum ráðleggingar um framlínustarfsmenn á heimasíðu landlæknis.

Í umfjöllun okkar í gær var sagt frá því að ekki sé vitað til þess að veiran sem veldur COVID-19 geti smitast með mat eins og fram kemur á heimasíðu matvælastofnunar.

En hvað skal hafa í huga þegar farið er út að borða eða matur sóttur á veitingastaði?

„Almenna smitgát,“ svarar Kjartan Hreinn. „Það er einnig hluti af okkar áherslum að það sé ekki minna en tveir metrar milli fólks, og þá hópa á veitingastöðum. Ef fólk telur að viðkomandi veitingastaður þurfi að gera betur, þá ætti að láta starfsfólk og eða rekstraraðila staðarins vita og benda á hvað betur megi fara. Það er viðbúið að það muni taka einhvern tíma fyrir alla að aðlaga sig að þeim kröfum sem settar eru fram í samkomubanninu, það þarf að sýna því skilning og allir verða að hjálpast að.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Veitingahús laga sig að breyttu landslagi – ekkert bendir til þess að kórónaveiran berist með matvælum 

Sjá einnig: „Algert sölufall, tekjutapið mikið á meðan kostnaður helst nær óbreyttur“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -