Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Ekta fiskisúpa í anda Miðjarðarhafsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Suðræn sælkerasúpa sem vermir og nærir kroppinn.

Ljúffenga fiskisúpa.

Fiskisúpa frá Sikiley
fyrir 4-6

Hér er uppskrift að ekta fiskisúpu í anda Miðjarðarhafsins.
4 msk. olía
1 laukur, saxaður smátt
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 fersk fenníka, sneidd
1 stór gulrót, í litlum bitum
1 lítill blaðlaukur, sneiddur
300 g tómatar, saxaðir
safi úr 1 appelsínu
safi úr 1 sítrónu
1 tsk. þurrkað tímían
2 tsk. paprika
12 dl fiskisoð eða vatn og fiskikraftur
1 ½ dl hvítvín
1 msk. tómatmauk
1 msk. sykur eða hunang
1-2 tsk. salt
300 g lax
400 g stórar rækjur
300 g langa eða annar hvítur fiskur
2 msk. þurrkuð steinselja

Steikið laukinn í olíunni þar til hann fer að verða glær. Bætið hvítlauk, fenníku, gulrót og blaðlauk út í og steikið aðeins áfram. Bætið öllu nema fiski og steinselju út og látið súpuna sjóða í 20 mín. Bætið fiski út í og látið sjóða í 4-5 mín. í viðbót. Stráið steinselju yfir í lokinn.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -