Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

„Erum farin að drekka til að njóta en ekki til að gleyma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Happy Hour með the Viceman er skemmtilegt hlaðvarp sem framreiðslumeistarinn og barþjónninn Andri Davíð Pétursson stýrir. Í hverri viku fær hann til sín nafntogaða barþjóna og sérfræðinga og áhugafólk um vín, kokteila og bjór til að veita skemmtilega innsýn inn í vín-, kokteila- og bjórmenninguna á Íslandi.

Happy Hour fór af stað í október á síðasta eru þættirnir orðnir 45 talsins.

„Þær hafa verið mjög góðar, fólk tekur þessu framtaki vel,“ segir Andri, þegar hann er spurður hvernig Happy Hour hafi verið tekið. Ég geri þetta ekki í einhverju stúdíói heldur mæti sjálfur með græjunar á staðinn og tek viðtölin upp,“ tekur hann fram. „Maður er auðvitað ekki þjóðþekktur einstaklingur eins og Sölvi Tryggva eða Hjörvar Hafliða en þetta hefur slípast til frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið og mér finnst ég er orðinn sæmilega góður.“

Aðpurður segir hann að hér sé á ferð hlaðvarp sem veiti skemmtilega og fróðlega innsýn í vín- og bjórmenningu þjóðarinnar. „Þegar ég fór af stað með hlaðarpið í október á síðasta ári fannst mér einfaldlega vanta faglegt hlaðvarp fyrir áhugafólk um drykki. Ég var orðinn svo þreyttur að sjá endalausar vefsíður með röngum uppskriftum sem einhverjir nýgræðingar standa á bakvið og vildi bjóða upp á vettvang þar sem fólk getur sótt sér faglega fræðslu í bland við skemmtisögur fagmanna. Tilgangurinn er sá að áhugafólk um drykki geti fengið innsýn í það sem við gerum dags daglega í okkar fagi,” segir Andri, sem er sjálfur framleiðslumeistari og barþjónn og hefur verið viðloðandi veitingageirann á Íslandi síðustu fimmtán ár.

„Ég var orðinn svo þreyttur að sjá endalausar vefsíður með röngum uppskriftum sem einhverjir nýgræðingar standa á bakvið og vildi bjóða upp á vettvang þar sem fólk getur sótt sér faglega fræðslu í bland við skemmtisögur fagmanna.“

„Þetta er í raun viðtalsþáttur, oftast vikulega, þar sem ég fæ til mín nýjan gest, yfirleitt einn en stundum fleiri, barþjóna, víngerðarfólk og sérfræðinga og áhugafólk um vín, kokteila og bjór og ræði meðal annars við þá um þetta sameiginlega áhugmál,“ heldur hann áfram léttur í bragði.

„Síðan skiptist þetta niður í fimm mismunandi seríur. Í Hristaranum spjalla ég við barþjóna. Í Bjórdælunni hitti ég að máli bruggara og áhugafólk um bjór. Vínheimurinn er til umfjöllunar í Vínkaröflunni. Í fljótandi formi fjallar um alls konar áhugaverða hluti, allt frá Tefélaginu til rommframleiðslu í Venúsúela og í seríunni Fyrir framan barinn fæ ég til mín gesti, oft þjóðþekkta einstaklinga, sem eru ekki með bakgrunn úr bar- eða veitingabransanum, og spjalla við þá um þessa hluti. Bransinn þarf líka að heyra hvað almenningi finnst, hver afstaða viðkiptavina er og á hverju þeir hafa áhuga. Ef ég er spurður hvers konar þáttur þetta sé þá segi ég oft að Happy Hour snúist ekki bara um áfengi heldur allar fljótandi veigar. Að þetta sé hlaðvarp í fljótandi formi.“

Snorri í Reykjavík Distillery og Andri Davíð.

Síðan Andri fór af stað með Happy Hour í október á síðasta eru þættirnir orðnir 45 talsins. Hefur eitthvað komið honum á óvart við gerð þeirra? „Já, hvað það eru margir sterkvínsframleiðendur á Íslandi, það hefur meðal annars komið mér svolítið í opna skjöldu,“ játar hann. „Það hefur mikið verið fjallað um litlu íslensku brugghúsin síðustu ár en sterkvínsframleiðslunni hefur verið gefinn lítill gaumur, sem er svolítið áhugavert þar sem á Íslandi er verið að framleiða gin og brennivín og líkkjöra sem eru alveg á heimsmælikvarða.“

- Auglýsing -

Andri segir að það sé sömuleiðis gaman að greina þær breytingar sem séu að verða á bjór- og vínmenningu þjóðarinnar. „Hún hefur tekið stakkaskiptum, kokteilamenningin sömuleiðis, gæði kokteila eru miklu meiri en áður,“ bendir hann á. „Svo erum við í auknum mæli farin að drekka til að njóta en ekki til að gleyma. Erum meira farin að leita að gæðum og erum meðvituð um að gæði kosta aðeins meira og erum alveg til í að láta það eftir okkur frekar en að kaupa eitthvað ódýrt áfengi bara út af áhrifunum.“

Hann hvetur áhugasama að kynna sér Happy Hour á vefsíðu sinni Viceman, þar sé líka hægt að nálgast fréttir úr „barheiminum“, fróðleik og uppskriftir. Eins sé megi finna Happy Hour með the Viceman á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum „Ég legg áherslu á að fólk geti gleymt sér í einhverju skemmtilegu þegar það fer inn á síðuna, markmiðið er að það fræðist og hafi gaman.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -