Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Espressó-granita með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ís er tilvalinn til að ljúka stórri máltíð og hreinsa bragðlaukana og ekki er verra þegar hægt er að blanda kaffinu saman við ísinn. Eftirfarandi réttir voru innblásnir af hefðum á Ítalíu, lands þar sem ís er í hávegum hafður.

Espressó-granita með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni
fyrir 6
„Espresso granita con panna“ er vinsæll ísréttur á Ítalíu, rjóminn temprar niður sterka espressóbragðið og þetta finnst Ítölum sérstaklega frískandi á heitum sumardögum. Granita er einstaklega auðveldur eftirréttur sem lítið þarf að hafa fyrir. Hægt er að klæða hann í spariföt með því að rífa súkkulaðispæni yfir, sáldra muldum hnetum út á hann eða bragðbæta rjómann með serríi.

3 dl espressó, eða heitt sterkt kaffi
100 g sykur
3 dl rjómi
fræ úr 1 vanillustöng

Hrærið kaffi og sykur saman í meðalstórri skál þar til sykurinn hefur leyst upp. Hellið í eldfast mót þannig að blandan sé 1-1½ cm djúp. Frystið í 1 klukkustund. Hrærið upp í blöndunni með gaffli til að losa um hana og frystið síðan þar til hún er alveg frosin í gegn, u.þ.b. 2 klukkustundir. Skrapið blönduna með gaffli til að mynda krap. Setjið aftur í frysti þar til hún er borin fram. Ísinn má geyma í frysti í allt að 3 daga. Skrapið með gaffli áður en kaffikrapinu er skipt niður í skálar.
Þeytið rjóma með vanillufræjum og setjið í botninn á skálunum, setjið granitu yfir og toppið með smávegis rjóma. Berið strax fram.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -