Mánudagur 28. október, 2024
2.5 C
Reykjavik

Fært í rúmið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt er yndislegra en að vakna við dýrindis matarilm á morgnanna og enn betra er að fá matinn færðan í rúmið á fallegum bakka af sínum nánustu. Jólin og aðventan eru tíminn til að nostra við sína nánustu, leyfa þeim að sofa út á meðan sparilegur morgunmatur er útbúinn.

 

Hér eru nokkrar uppskriftir að einföldum og gómsætum morgunverðaréttum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Ofnbökuð egg með parmesan

fyrir 1

Dásamlegur morgunverður með lítilli fyrirhöfn.

handfylli af spínati

- Auglýsing -

½ lárpera

2 egg

1 msk. feta-ostur

- Auglýsing -

salt

pipar

Hitið ofn í 180°C. Setjið spínat í botninn á litlu eldföstu móti, skerið lárperuna í þunnar sneiðar og leggið ofan á spínatið. Brjótið eggin ofan í mótið og sáldrið feta-osti yfir. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Bakið í 25-30 mín. Berið fram heitt.

Lítið þarf til að breyta til í þessum rétti, ólíkir ostar eða krydd geta gefið réttinum algjörlega nýtt bragð, um að gera að prófa sig áfram og aðlaga að sínum bragðlaukum%%

Appelsínu-aníshristingur

fyrir 1

safi úr einni appelsínu

börkur af ½ appelsínu

2 dl mangó, frosið

1 banani

¼ tsk. anís, mulinn

Setjið allt í blandara og maukið þar til allt er orðið vel samlagað.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Heslihnetuhafragrautur með sveskjum

70 g heslihnetur

30 g pekanhnetur

½ msk. kakó

100 g sveskjur

200 g tröllahafrar

1 tsk. vanillukorn

Ristið hneturnar á pönnu og færið yfir í matvinnsluvél. Maukið í 30 sek. og bætið við kakói, sveskjum, höfrum og vanillukornum. Maukið vel saman. Takið 60 g af hafrablöndunni og setjið í pott ásamt 1 dl af vatni og 1 dl af mjólk, sjóðið þar til blandan hefur þykknað. Berið fram heitt ásamt smávegis af mjólk, ávöxtum og sáldrið kakódufti yfir.

Umsjón / Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Myndir / Hákon  Davíð Björnsson

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -