- Auglýsing -
Sítróna inniheldur góð næringarefni. Í sítrónum eru andoxunarefni og flavoníðar sem bæði byggja upp ónæmiskerfið og örva endurnýjun frumna í líkamanum. Þeir sem þola beiska bragðið ættu endilega að nýta sér börkinn því í honum eru efni sem draga úr bólgum og geta komið í veg fyrir að bólgur myndist í líkamanum. Nú og svo vita auðvitað allir að C-vítamín er ágæt vörn gegn kvefi og nóg er af þeim í sítrónum þótt vissulega sé ekki ráðlagður dagskammtur af þeim í einu glasi af sítrónusafa er það samt fín viðbót við daglega fæðu.